Íslenski boltinn

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Fyrri hálfleikur var bráð fjörugur. Grindvíkingar voru mun meira með boltann og sóttu meira en Stjarnan nýtti færi sín til fullnustu og skoraði úr báðum skotunum sem rötuðu á rammann í fyrri hálfleik. Auk þess voru dæmd mörk af báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan í halfleik var 2-1 fyrir Stjörnuna sem var ekki í takt við leikinn.

Stjarnan lá verulega til baka í seinni hálfleik og ætlaði sér að halda fengnum hlut. Grindavík átti í miklum vandræðum með að opna vörn Stjörnunnar og því var ekki sama fjörið í seinni hálfleik og þeim fyrri.

Grindavík tókst þó að jafna metin og það tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og fengu því verðskuldað stig sem telur í fallbaráttunni. Grindavík er nú fim stigum á undan Fram og með einu stigi meira en Þór þegar fjórar umferðir eru óleiknar. Liðið er ekki laust við falldrauginn en haldi liðið áfram á sömu braut er ekki langt í sigurinn sem ætti að tryggja liðinu áframhaldandi veru í Pepsí deildinni.

Stjarnan þarf meira úr leikjum sem þessum ætli liðið að ná Evrópusæti en mikið þarf að gerast til að liðið nái FH í þriðja sæti deildarinnar úr þessu þar sem nú munar sex stigum á liðunum. Fjórða sætið gæti þó dugað en þar er Valur, með stigi meira en Stjarnan og því fyrir margt að berjast í leikjunum fórum sem eftir eru. Stjarnan lék líklega sinn slakasta leik í sumar en tapaði þó ekki sem segir margt um gæði liðsins.



Grindavík-Stjarnan 2-2

0-1 Jóhann Laxdal (6.)

1-1 Sott Ramsay (14.)

1-2 Halldór Orri Björnsson, víti (44.)

2-2 Magnús Björgvinsson (88.)

Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 630

Dómari: Garðar Örn Hinriksson 7

Tölfræðin:

Skot (á mark): 8-7 (5-4)

Varið: Óskar 2 – Ingvar 4

Hornspyrnur: 11-6

Aukaspyrnur fengnar: 17-10

Rangstöður: 6-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×