Íslenski boltinn

Valsmenn í vandræðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Reynt verður að endursemja við leikmenn Vals á næstunni.
Reynt verður að endursemja við leikmenn Vals á næstunni.
Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti við Vísi í dag að knattspyrnudeildin hefði hafið þá vinnu að semja við leikmenn félagsins á nýjan leik þar sem illa gengur að standa við fjárhagslegar skuldbindingar við leikmenn.

Dráttur varð á greiðslum í síðasta mánuði og sama staða er uppi núna.

"Það að við ákveðum að gera þetta núna en ekki eftir að móti lýkur sýnir að okkur er alvara. Illu er best aflokið," sagði Fríðjón við Vísi.

Margir leikmanna félagsins verða væntanlega beðnir um að taka á sig mikla launalækkun. Allt frá 30-40 prósent samkvæmt heimildum Vísis.

Nánar verður rætt við Friðjón í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×