Umfjöllun: FH-ingar fyrstir til að vinna KR-inga í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2011 00:11 FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR-inga af velli í sumar, en þeir unnu bikarmeistarana ,2-1, á Kaplakrikavelli. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar og voru með undirtökin nánast allan leikinn. Það var ekki fyrir en síðasta korter leiksins sem KR-ingar mættu til leiks. Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson gerði sitt markið hvor fyrir FH-inga en Kjartan Henry Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR. Bæði lið mættust ákveðin til leiks í kvöld, en KR-ingar fengu algjört dauðafæri eftir rúmlega fimm mínútna leik. Guðjón Baldvinsson óð upp hægri kantinn, gaf flotta fyrirgjöf inn í teig sem rataði beint á kollinn á Gunnari Erni Jónssyni en hann skallaði boltann framhjá. Eftir færið hjá KR þá tóku FH-ingar við leiknum og sóttu án afláts út hálfleikinn. Eftir um tuttugu mínútna leik komust heimamenn yfir þegar Atli Guðnason setti boltann örugglega í netið. Atli leik á hvern varnarmann KR á fætur öðrum og lyfti síðan boltanum yfir Hannes Þór Halldórsson í marki KR. Markið hafði legið í loftinu og því var þetta sanngjörn staða. FH-ingar héldu áfram sínu striki næstu mínútur og stjórnuðu ferðinni inná vellinum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust FH-ingar í 2-0. Björn Daníel Sverrisson átti magnaða sendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Atla Viðar Björnsson sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Hannes Þór í markinu. Frábært spil og vel staðið að markinu hjá FH. Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið svart fyrir KR-inga. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH-ingar héldu áfram að stjórna ferðinni. Heimamenn fengu hvert dauðafæri á fætur öðru og KR máttu þakka Hannesi Þór Halldórssyni að fá ekki fleiri mörk á sig í byrjun síðari hálfleik. Hannes varði eins og skepna oft á tíðum og rétt hélt KR-ingum inní leiknum. Þegar rúmlega hálftími var til leiksloka setti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Dofra Snorrason inn á í liði gestanna og hann kom með ákveðin kraft með sér í leik liðsins. Það Dofra aðeins fimm mínútur til að setja mark sitt á leikinn en hann átti frábæra sendingu á Kjartan Henry skallaði boltann í autt netið. Síðasta korterið af leiknum var því æsispennandi. KR-ingar pressuðu stíft að marki FH-inga í lokin og fengu tvö ákjósanleg færi til að jafna metin, en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, sýndi hversu megnugur hann er og varði meistaralega í tvígang. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH og toppbaráttan enn æsispennandi.FH 2 – 1 KR1-0 Atli Guðnason (22.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (42.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (72.) Skot (á mark): 17 – 15 (12-7) Varin skot: Gunnleifur 6 – 10 Hannes Horn: 17 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 4-1 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR-inga af velli í sumar, en þeir unnu bikarmeistarana ,2-1, á Kaplakrikavelli. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar og voru með undirtökin nánast allan leikinn. Það var ekki fyrir en síðasta korter leiksins sem KR-ingar mættu til leiks. Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson gerði sitt markið hvor fyrir FH-inga en Kjartan Henry Finnbogason minnkaði muninn fyrir KR. Bæði lið mættust ákveðin til leiks í kvöld, en KR-ingar fengu algjört dauðafæri eftir rúmlega fimm mínútna leik. Guðjón Baldvinsson óð upp hægri kantinn, gaf flotta fyrirgjöf inn í teig sem rataði beint á kollinn á Gunnari Erni Jónssyni en hann skallaði boltann framhjá. Eftir færið hjá KR þá tóku FH-ingar við leiknum og sóttu án afláts út hálfleikinn. Eftir um tuttugu mínútna leik komust heimamenn yfir þegar Atli Guðnason setti boltann örugglega í netið. Atli leik á hvern varnarmann KR á fætur öðrum og lyfti síðan boltanum yfir Hannes Þór Halldórsson í marki KR. Markið hafði legið í loftinu og því var þetta sanngjörn staða. FH-ingar héldu áfram sínu striki næstu mínútur og stjórnuðu ferðinni inná vellinum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust FH-ingar í 2-0. Björn Daníel Sverrisson átti magnaða sendingu inn fyrir vörn KR-inga sem rataði beint á Atla Viðar Björnsson sem lyfti boltanum snyrtilega yfir Hannes Þór í markinu. Frábært spil og vel staðið að markinu hjá FH. Staðan var því 2-0 í hálfleik og útlitið svart fyrir KR-inga. Seinni hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH-ingar héldu áfram að stjórna ferðinni. Heimamenn fengu hvert dauðafæri á fætur öðru og KR máttu þakka Hannesi Þór Halldórssyni að fá ekki fleiri mörk á sig í byrjun síðari hálfleik. Hannes varði eins og skepna oft á tíðum og rétt hélt KR-ingum inní leiknum. Þegar rúmlega hálftími var til leiksloka setti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, Dofra Snorrason inn á í liði gestanna og hann kom með ákveðin kraft með sér í leik liðsins. Það Dofra aðeins fimm mínútur til að setja mark sitt á leikinn en hann átti frábæra sendingu á Kjartan Henry skallaði boltann í autt netið. Síðasta korterið af leiknum var því æsispennandi. KR-ingar pressuðu stíft að marki FH-inga í lokin og fengu tvö ákjósanleg færi til að jafna metin, en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, sýndi hversu megnugur hann er og varði meistaralega í tvígang. Niðurstaðan því 2-1 sigur FH og toppbaráttan enn æsispennandi.FH 2 – 1 KR1-0 Atli Guðnason (22.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (42.) 2-1 Kjartan Henry Finnbogason (72.) Skot (á mark): 17 – 15 (12-7) Varin skot: Gunnleifur 6 – 10 Hannes Horn: 17 – 6 Aukaspyrnur fengnar: 11–14 Rangstöður: 4-1 Dómari: Valgeir Valgeirsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira