Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Alltaf gaman að vinna á síðustu sekúndunni

Ari Erlingsson skrifar
Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkis.
Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkis. Mynd/Valli
Ólafur Þórðarsson þjálfari Fylkismanna var eðlilega sáttur með lærisveina sína í Fylki í leikslok eftir 2-1 sigur á Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld.

„Það er alltaf gaman að vinna svona á síðustu sekúndunum. Það var í raun ekkert í spilunum að við myndum sigra lengi vel. Leikurinn var jafn og leiðinlegur lengi vel en svo gerðist eitthvað undir lokin. Víkingarnir eru með brotið sjálfstraust og það skein svolítið í gegn undir lok leiksins þegar við náðum að brjóta þá aftur. Þó það sé ekki að miklu að keppa hjá okkur núna í deildinni Þá mætum við alltaf tilbúnir í leikina og strákarnir mínir vildu greinlega vinna í dag".

Ólafur tefldi fram mjög ungu liði í dag og voru báðir markaskorarnir í yngri kantinum.

„Liðið í dag er gjörbreytt frá því vor og það hefur verið erfitt að eiga við meiðsli og brotthvarf lykilmanna. Í 18 manna leikmannahópi í dag eru 9 leikmenn í 2 flokki, þannig að þetta er mjög ungt hjá okkur. Fullt ef efnivið hérna hjá okkur þannig að ég er bara spenntur fyrir því sem koma skal".

Aðspurður um markmið liðsins nú þegar skammt lifir móts hafði Ólafur þetta að segja:

„Við erum á þeim stað í deildinni að við erum ekki að fara að falla og ekki að fara að verða meistarar þannig að við gerum okkar besta það sem eftir er og sjáum hverju það skilar okkur".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×