Sögulegt sumar hjá KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2011 10:00 KR-ingarnir Bjarni Guðjónsson, Guðjón Baldvinsson og Kjartan Henry Finnbogason fagna marki í sumar. Fréttablaðið/Vilhelm Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur. KR-ingar fóru taplausir inn í landsleikjafríið eftir 2-1 sigur á Fram í 21. leik sínum í deild og bikar í sumar. Þeir bættu með því met Valsmanna sem töpuðu í 21. leik sínum árið 1978 og höfðu setið lengi í efsta sæti á listanum yfir þau félög sem hafa spilað lengst inn í tímabil án þess að tapa. Tapleikur Valsmanna í september 1978 var bikarúrslitaleikurinn á móti Skagamönnum á Laugardalsvellinum. Valsmenn unnu 19 fyrstu leiki sína það sumar, tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með jafntefli í 20. leiknum en töpuðu svo 0-1 fyrir ÍA í Laugardalnum þar sem hinn nítján ára Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfari KR, skoraði eina markið og það með hægri fæti. Þetta Valslið er enn fremur síðasta liðið sem fer taplaust í gegnum Íslandsmótið. Bikarúrslitin hafa reynst erfiðÞau lið sem hafa spilað lengst inn í tímabil án þess að tapa eiga það reyndar nokkur sameiginlegt að hafa tapað sínum fyrsta leik í bikarúrslitum. Svo var raunin hjá Keflvíkingum sumarið 1973 og Skagamönnum sumarið 1974 en þau lið áttu bæði metið á undan Valsmönnum. Keflavík tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir Fram árið 1973 aðeins fjórum dögum eftir að varalið liðsins hafði unnið Fram í deildinni. Skagamenn komu einnig taplausir inn í bikarúrslitaleikinn árið eftir en steinlágu þá óvænt 1-4 fyrir Val. Aðeins tvö önnur lið frá þessari öld komast inn á topp tíu listann. Fylkismenn voru taplausir í fyrstu ellefu leikjum sínum sumarið 2000 og fimm árum síðar unnu FH-ingar 14 fyrstu leiki sína áður en þeir töpuðu í vítakeppni á móti Fram í undanúrslitum bikarsins. Fari KR-ingar í gegnum síðustu sex leiki sína í Pepsi-deildinni án þess að tapa leik geta þeir orðið fyrsta liðið í 52 ár sem tapar ekki deildar- eða bikarleik á tímabili. Því náði síðast lið KR árið 1959. Það KR-lið vann alla tíu deildarleiki sína á tímabilinu en bikarkeppnin var ekki sett á laggirnar fyrr en árið eftir. Ekkert félag í sögu íslenskar knattspyrnu hefur því farið taplaust í gegnum tímabil síðan farið var að keppa í bikarkeppninni haustið 1960. Erfiður leikur í KrikanumKR-ingar heimsækja FH-inga í Kaplakrikann á morgun en FH-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum síðan KR vann Íslandsbikarinn síðast haustið 2003. Þetta er af stóru prófum KR-inga á lokasprettinum en liðið hefur nú tveggja stiga forskot á ÍBV auk þess að eiga leik inni. FH-ingar eru sjö stigum á eftir og verða því endanlega úr leik tapi þeir fyrir KR á morgun.Flestir leikir inn í tímabil án þess að tapa 21 - KR 2011 (16 sigrar, 5 jafntefli) 20 - Valur 1978 (19 sigrar, 1 jafntefli) Tapið: 27. ágúst á móti ÍA (0-1) í bikarúrslitum 17 - ÍA 1974 (12 sigrar, 5 jafntefli) Tapið: 14. september á móti Val (1-4) í bikarúrslitum 16 - Keflavík 1973 (15 sigrar, 1 jafnt.) Tapið: 12. september á móti Fram (1-2) í bikarúrslitum 14 - FH 2005 (14 sigrar, 0 jafntefli) Tapið: 3. ágúst á móti Fram (vítakeppni) í undanúrslitum bikarsins 13 - Fram 1972 (8 sigrar, 5 jafntefli) Tapið: 17. september á móti KR (1-2) í 16 liða úrslitum bikarsins 13 - KR 1996 (11 sigrar, 2 jafntefli) Tapið: 29. júlí á móti ÍBV (0-1) í undanúrslitum bikarsins 12 - ÍA 1992 (9 sigrar, 3 jafntefli) Tapið: 25. júlí á móti Val (1-5) í deildinni 11 - Valur 1976 (7 sigrar, 4 jafntefli) 11 - Fram 1988 (10 sigrar, 1 jafntefli) 11 - Fylkir 2000 (7 sigrar, 4 jafntefli) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Sumarið 2011 er þegar orðið sögulegt fyrir KR-inga, sem eru á góðri leið með að verða fyrsta félagið á þessari öld sem vinnur tvöfalt (síðast KR árið 1999), það er verður bæði Íslandsmeistari og bikarmeistari. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar hafa þegar unnið bikarinn og í síðasta leik sínum settu þeir nýtt met með því að verða fyrsta liðið sem leikur 21 leik inn í tímabil án þess að bíða ósigur. KR-ingar fóru taplausir inn í landsleikjafríið eftir 2-1 sigur á Fram í 21. leik sínum í deild og bikar í sumar. Þeir bættu með því met Valsmanna sem töpuðu í 21. leik sínum árið 1978 og höfðu setið lengi í efsta sæti á listanum yfir þau félög sem hafa spilað lengst inn í tímabil án þess að tapa. Tapleikur Valsmanna í september 1978 var bikarúrslitaleikurinn á móti Skagamönnum á Laugardalsvellinum. Valsmenn unnu 19 fyrstu leiki sína það sumar, tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með jafntefli í 20. leiknum en töpuðu svo 0-1 fyrir ÍA í Laugardalnum þar sem hinn nítján ára Pétur Pétursson, núverandi aðstoðarþjálfari KR, skoraði eina markið og það með hægri fæti. Þetta Valslið er enn fremur síðasta liðið sem fer taplaust í gegnum Íslandsmótið. Bikarúrslitin hafa reynst erfiðÞau lið sem hafa spilað lengst inn í tímabil án þess að tapa eiga það reyndar nokkur sameiginlegt að hafa tapað sínum fyrsta leik í bikarúrslitum. Svo var raunin hjá Keflvíkingum sumarið 1973 og Skagamönnum sumarið 1974 en þau lið áttu bæði metið á undan Valsmönnum. Keflavík tapaði bikarúrslitaleiknum fyrir Fram árið 1973 aðeins fjórum dögum eftir að varalið liðsins hafði unnið Fram í deildinni. Skagamenn komu einnig taplausir inn í bikarúrslitaleikinn árið eftir en steinlágu þá óvænt 1-4 fyrir Val. Aðeins tvö önnur lið frá þessari öld komast inn á topp tíu listann. Fylkismenn voru taplausir í fyrstu ellefu leikjum sínum sumarið 2000 og fimm árum síðar unnu FH-ingar 14 fyrstu leiki sína áður en þeir töpuðu í vítakeppni á móti Fram í undanúrslitum bikarsins. Fari KR-ingar í gegnum síðustu sex leiki sína í Pepsi-deildinni án þess að tapa leik geta þeir orðið fyrsta liðið í 52 ár sem tapar ekki deildar- eða bikarleik á tímabili. Því náði síðast lið KR árið 1959. Það KR-lið vann alla tíu deildarleiki sína á tímabilinu en bikarkeppnin var ekki sett á laggirnar fyrr en árið eftir. Ekkert félag í sögu íslenskar knattspyrnu hefur því farið taplaust í gegnum tímabil síðan farið var að keppa í bikarkeppninni haustið 1960. Erfiður leikur í KrikanumKR-ingar heimsækja FH-inga í Kaplakrikann á morgun en FH-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum síðan KR vann Íslandsbikarinn síðast haustið 2003. Þetta er af stóru prófum KR-inga á lokasprettinum en liðið hefur nú tveggja stiga forskot á ÍBV auk þess að eiga leik inni. FH-ingar eru sjö stigum á eftir og verða því endanlega úr leik tapi þeir fyrir KR á morgun.Flestir leikir inn í tímabil án þess að tapa 21 - KR 2011 (16 sigrar, 5 jafntefli) 20 - Valur 1978 (19 sigrar, 1 jafntefli) Tapið: 27. ágúst á móti ÍA (0-1) í bikarúrslitum 17 - ÍA 1974 (12 sigrar, 5 jafntefli) Tapið: 14. september á móti Val (1-4) í bikarúrslitum 16 - Keflavík 1973 (15 sigrar, 1 jafnt.) Tapið: 12. september á móti Fram (1-2) í bikarúrslitum 14 - FH 2005 (14 sigrar, 0 jafntefli) Tapið: 3. ágúst á móti Fram (vítakeppni) í undanúrslitum bikarsins 13 - Fram 1972 (8 sigrar, 5 jafntefli) Tapið: 17. september á móti KR (1-2) í 16 liða úrslitum bikarsins 13 - KR 1996 (11 sigrar, 2 jafntefli) Tapið: 29. júlí á móti ÍBV (0-1) í undanúrslitum bikarsins 12 - ÍA 1992 (9 sigrar, 3 jafntefli) Tapið: 25. júlí á móti Val (1-5) í deildinni 11 - Valur 1976 (7 sigrar, 4 jafntefli) 11 - Fram 1988 (10 sigrar, 1 jafntefli) 11 - Fylkir 2000 (7 sigrar, 4 jafntefli)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira