Íslenski boltinn

Spear nýtti tækifærið vel og Eyjamenn eru komnir í toppsætið

Valur Smári Heimisson skrifar
Ian Jeffs.
Ian Jeffs.
Englendingurinn Aaron Spear nýtti vel tækifæri sitt í byrjunarliði ÍBV í dag og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Eyjamanna á Þórsurum á Hásteinsvellinum í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Eyjamenn eru þar með komnir með eins stigs forskot á KR-inga sem eru að spila við FH þessa stundina en KR á auk þess annan leik inn á lið ÍBV.

Aaron Spear kom inn í byrjunarliðið fyrir Tryggva Guðmundsson sem var í leikbanni í þessum leik. Þetta var bara annar leikur Spear í byrjunarliði ÍBV og ennfremur sá fyrsti síðan á móti Fram 24. júlí síðastliðinn.

Aaron Spear skoraði fyrra mark sitt á 28. mínútu en það síðara á 47. mínútu. Jóhann Helgi Hannesson hafði komið Þórsurum í 1-0 með skallamarki á 24. mínútu leiksins en Eyjamenn unnu sig aftur inn í leikinn.

Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, innsiglaði síðan sigurinn með flottu marki eftir sendingu frá Þórarni Inga Valdmarssyni.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×