Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 13:00 Arnar Gunnlaugsson. Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Framarar unnu þarna sinn annan heimaleik í röð en fram að þessum sigrum hafði Safamýrarliðinu aðeins tekist að ná í tvö stig út úr fyrstu sjö leikjum sínum í Laugardalnum. Fram er nú þremur stigum á eftir Keflvíkingum sem sitja í síðasta örugga sætinu og eiga leik inni á móti Valsmönnum seinna í dag. Sigur Framaravar sanngjarn því Blikarnir sýndu ekki merkilegan fótbolta í þessum leik. Blikar fengu þó nokkur ágæt hálffæri oftast í kringum Kristinn Steindórsson en tókst ekki að nýta þau. Framliðið náði upp meira og betra spili og spilaði síðan seinni hálfleikinn mjög skynsamlega. Leikurinn fór afar rólega af stað og lítið gerðist fyrstu átján mínúturnar. Hvorugt liðið vildi taka mikla áhættu og mikið var um fámennar sóknaraðgerðir. Blikar fengu nokkrar hornspyrnur sem lítið kom út úr. Blikar áttu fyrsta skotið á markið sem kom ekki fyrr en eftir 18 mínútna leik en það má segja að skalli Þórðar Hreiðarssonar í slánna eftir hornspyrnu Rafns Andra Haraldssonar á 22. mínútu hafi vakið Framara. Þeir náðu síðan strax sókn sem skilaði marki. Arnar Gunnlaugsson batt þá endahnútinn á laglega sókn. Samuel Hewson stakk boltanum inn í teiginn á Steven Lennon sem gaf boltann fyrir markið þar sem Arnar var einn í markteignum og setti boltann í autt markið. Framarar tóku öll völd á vellinum eftir þetta og það var oft ótrúlegt að horfa upp á andleysið í Blikaliðinu en leikur Blikaliðsins einkenndist lengstum af einstaklingsframtaki og einkarklaufalegu spili. Framarar náðu þó ekki að opna Blikavörnina þrátt fyrir laglegt spil út á vellinum og undir lok hálfleiksins fengu Blikar tvö fín færi sem hefðu vel getað skilað jöfnunarmarki. Fyrst varði Ögmundur Kristinsson frá Kristni Steindórssyni og svo skaut Árni Vilhjálmsson framhjá eftir að hafa fengið flotta stungusendingu frá fyrrnefndum Kristni. Blikarnir fóru sér hægt inn í seinni hálfleikinn og það virtist vera ekkert hungur í leikmönnum liðsins að reyna að jafna leikinn. Seinni hálfleikurinn var því tíðindarlítill og hvorugt liðið tók einhverja áhættu. Það hentaði Framliðinu mun betur enda 1-0 yfir. Pressa Blika jókst aðeins í lokin en þó aldrei meira en svo að sigur Framliðsins var eiginlega aldrei í mikilli hættu. Blikarnir standast illa samanburð við Íslandsmeistaraliðið sitt í fyrra enda er skemmtilega spilið þeirra alltof sjaldgæf sjón núorðið. Liðið hefur ekki að miklu að keppa lengur og það sást vel á líkamstjáningu leikmanna liðsins í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn. Framarar unnu þarna sinn annan heimaleik í röð en fram að þessum sigrum hafði Safamýrarliðinu aðeins tekist að ná í tvö stig út úr fyrstu sjö leikjum sínum í Laugardalnum. Fram er nú þremur stigum á eftir Keflvíkingum sem sitja í síðasta örugga sætinu og eiga leik inni á móti Valsmönnum seinna í dag. Sigur Framaravar sanngjarn því Blikarnir sýndu ekki merkilegan fótbolta í þessum leik. Blikar fengu þó nokkur ágæt hálffæri oftast í kringum Kristinn Steindórsson en tókst ekki að nýta þau. Framliðið náði upp meira og betra spili og spilaði síðan seinni hálfleikinn mjög skynsamlega. Leikurinn fór afar rólega af stað og lítið gerðist fyrstu átján mínúturnar. Hvorugt liðið vildi taka mikla áhættu og mikið var um fámennar sóknaraðgerðir. Blikar fengu nokkrar hornspyrnur sem lítið kom út úr. Blikar áttu fyrsta skotið á markið sem kom ekki fyrr en eftir 18 mínútna leik en það má segja að skalli Þórðar Hreiðarssonar í slánna eftir hornspyrnu Rafns Andra Haraldssonar á 22. mínútu hafi vakið Framara. Þeir náðu síðan strax sókn sem skilaði marki. Arnar Gunnlaugsson batt þá endahnútinn á laglega sókn. Samuel Hewson stakk boltanum inn í teiginn á Steven Lennon sem gaf boltann fyrir markið þar sem Arnar var einn í markteignum og setti boltann í autt markið. Framarar tóku öll völd á vellinum eftir þetta og það var oft ótrúlegt að horfa upp á andleysið í Blikaliðinu en leikur Blikaliðsins einkenndist lengstum af einstaklingsframtaki og einkarklaufalegu spili. Framarar náðu þó ekki að opna Blikavörnina þrátt fyrir laglegt spil út á vellinum og undir lok hálfleiksins fengu Blikar tvö fín færi sem hefðu vel getað skilað jöfnunarmarki. Fyrst varði Ögmundur Kristinsson frá Kristni Steindórssyni og svo skaut Árni Vilhjálmsson framhjá eftir að hafa fengið flotta stungusendingu frá fyrrnefndum Kristni. Blikarnir fóru sér hægt inn í seinni hálfleikinn og það virtist vera ekkert hungur í leikmönnum liðsins að reyna að jafna leikinn. Seinni hálfleikurinn var því tíðindarlítill og hvorugt liðið tók einhverja áhættu. Það hentaði Framliðinu mun betur enda 1-0 yfir. Pressa Blika jókst aðeins í lokin en þó aldrei meira en svo að sigur Framliðsins var eiginlega aldrei í mikilli hættu. Blikarnir standast illa samanburð við Íslandsmeistaraliðið sitt í fyrra enda er skemmtilega spilið þeirra alltof sjaldgæf sjón núorðið. Liðið hefur ekki að miklu að keppa lengur og það sást vel á líkamstjáningu leikmanna liðsins í þessum leik. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira