Öll félög í vandræðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2011 07:00 Það vakti talsverða athygli þegar Valsmenn ákváðu að lána Guðjón Pétur Lýðsson á dögunum. Hugsanlega var það gert vegna fjárskorts. Fréttablaðið/Anton „Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana. Knattspyrnudeildin gat ekki gert upp við leikmenn sína á réttum tíma í síðasta mánuði og er aftur að glíma við þann vanda þennan mánuðinn. „Við eigum útistandandi skuldir sem hefur ekki gengið að innheimta. Þetta eru nokkuð háar upphæðir og stærstu upphæðirnar snúa að öðrum aðilum en beinum styrktaraðilum,“ segir Friðjón, en er hann þar að tala um að Reykjavíkurborg sé ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu? „Að mínu mati er borgin ekki að standa við sínar skuldbindingar. Vandinn er samt ekki bara tilkominn út af því. Félagið hefur einnig farið illa út úr því að ekki gengur jafn vel að leigja út Vodafonehöllina í dag og áður. Stór fyrirtæki eru ekki að halda eins stórar og flottar árshátíðir núna eins og fyrir hrun. Þar verður félagið af miklum peningum.“ Vilja lækka laun leikmannaFriðjón staðfestir að vinna við endurskoðun samninga leikmanna félagsins sé þegar hafin. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í þær aðgerðir núna. „Við erum í viðræðum við leikmenn um að taka upp samninga þó svo tímabili sé ekki lokið. Ég vil ekki segja einhverja ákveðna tölu um hvað það þurfi að lækka launin mikið. Markmið mitt er að koma rekstrinum í skynsamlegt horf,“ segir Friðjón, en hann telur öll félög á Íslandi vera í fjárhagsvandræðum. Vandinn sé ekki bara bundinn við Val. „Ég fullyrði að öll félögin eru í einhverjum vandræðum. Valur er ekki eina félagið á Íslandi sem er í einhverju basli.“ Friðjón segir að knattspyrnudeildin hafi fundað með leikmönnum og komið hreint fram við þá varðandi stöðuna. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við enda sé hópurinn hjá Val einstakur. „Viðbrögð leikmanna hafa verið þeim til sóma. Yfirveguð og menn hafa leitað upplýsinga. Enginn hefur skellt hurðum heldur hafa menn spurt hvað sé til ráða. Það er svo frábær andi í þessum hópi og menn standa afar þétt saman,“ segir Friðjón en hann reynir ekki að breiða yfir vandamálið. Ekki misst úr greiðslu í sjö árFriðjón segir vissulega vera erfitt að ráðast í þessar aðgerðir þegar mikilvægir leikir séu eftir í deildinni en takist liðinu að komast í gegnum þennan mótbyr standi félagið sterkara eftir. „Valur er félag sem hefur ekki misst úr greiðslu í sjö ár. Það eru örugglega ekki mörg félög sem geta státað af því. Að við förum í þessar aðgerðir núna sýnir að okkur er full alvara í þessu máli. Við teljum að það sé betra fyrir alla. Illu er best aflokið. Ef það verður rétt staðið að málum gæti þetta orðið til þess að styrkja hópinn.“ Of mikill kostnaður miðað við tekjurFriðjón er gagnrýninn á umhverfið í boltanum. „Umhverfi afreksíþrótta á Íslandi gengur ekki upp. Kostnaðurinn er of mikill. Ekki bara launin heldur almennt. Heildaraðgangseyrir félaganna yfir sumarið dekkar ekki nema brot af launakostnaði leikmanna og þjálfara,“ segir Friðjón, en hann segir leikmenn á Íslandi fá meira greitt en félögin ráði við. „Ég er á því að launagreiðslur séu of háar. Það finnst mér vera klárt mál. Efnahagsumhverfið er líka erfitt og fyrirtæki eiga mjög erfitt með að styrkja íþróttafélög. Félögin eru að finna fyrir því. Tekjurnar eru ekki nógu miklar,“ segir Friðjón en hann kallar eftir frekara samstarfi félaganna. „Það þarf að endurskoða reksturinn og félögin þurfa að ræða saman um leikmenn sem og um hið ágæta knattspyrnusamband. Það gengur ekki að það sé stríð á milli KSÍ og félaganna. Það gengur heldur ekki að KSÍ sé eitthvert eyland. Menn verða að vinna betur saman.“ henry@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana. Knattspyrnudeildin gat ekki gert upp við leikmenn sína á réttum tíma í síðasta mánuði og er aftur að glíma við þann vanda þennan mánuðinn. „Við eigum útistandandi skuldir sem hefur ekki gengið að innheimta. Þetta eru nokkuð háar upphæðir og stærstu upphæðirnar snúa að öðrum aðilum en beinum styrktaraðilum,“ segir Friðjón, en er hann þar að tala um að Reykjavíkurborg sé ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu? „Að mínu mati er borgin ekki að standa við sínar skuldbindingar. Vandinn er samt ekki bara tilkominn út af því. Félagið hefur einnig farið illa út úr því að ekki gengur jafn vel að leigja út Vodafonehöllina í dag og áður. Stór fyrirtæki eru ekki að halda eins stórar og flottar árshátíðir núna eins og fyrir hrun. Þar verður félagið af miklum peningum.“ Vilja lækka laun leikmannaFriðjón staðfestir að vinna við endurskoðun samninga leikmanna félagsins sé þegar hafin. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í þær aðgerðir núna. „Við erum í viðræðum við leikmenn um að taka upp samninga þó svo tímabili sé ekki lokið. Ég vil ekki segja einhverja ákveðna tölu um hvað það þurfi að lækka launin mikið. Markmið mitt er að koma rekstrinum í skynsamlegt horf,“ segir Friðjón, en hann telur öll félög á Íslandi vera í fjárhagsvandræðum. Vandinn sé ekki bara bundinn við Val. „Ég fullyrði að öll félögin eru í einhverjum vandræðum. Valur er ekki eina félagið á Íslandi sem er í einhverju basli.“ Friðjón segir að knattspyrnudeildin hafi fundað með leikmönnum og komið hreint fram við þá varðandi stöðuna. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við enda sé hópurinn hjá Val einstakur. „Viðbrögð leikmanna hafa verið þeim til sóma. Yfirveguð og menn hafa leitað upplýsinga. Enginn hefur skellt hurðum heldur hafa menn spurt hvað sé til ráða. Það er svo frábær andi í þessum hópi og menn standa afar þétt saman,“ segir Friðjón en hann reynir ekki að breiða yfir vandamálið. Ekki misst úr greiðslu í sjö árFriðjón segir vissulega vera erfitt að ráðast í þessar aðgerðir þegar mikilvægir leikir séu eftir í deildinni en takist liðinu að komast í gegnum þennan mótbyr standi félagið sterkara eftir. „Valur er félag sem hefur ekki misst úr greiðslu í sjö ár. Það eru örugglega ekki mörg félög sem geta státað af því. Að við förum í þessar aðgerðir núna sýnir að okkur er full alvara í þessu máli. Við teljum að það sé betra fyrir alla. Illu er best aflokið. Ef það verður rétt staðið að málum gæti þetta orðið til þess að styrkja hópinn.“ Of mikill kostnaður miðað við tekjurFriðjón er gagnrýninn á umhverfið í boltanum. „Umhverfi afreksíþrótta á Íslandi gengur ekki upp. Kostnaðurinn er of mikill. Ekki bara launin heldur almennt. Heildaraðgangseyrir félaganna yfir sumarið dekkar ekki nema brot af launakostnaði leikmanna og þjálfara,“ segir Friðjón, en hann segir leikmenn á Íslandi fá meira greitt en félögin ráði við. „Ég er á því að launagreiðslur séu of háar. Það finnst mér vera klárt mál. Efnahagsumhverfið er líka erfitt og fyrirtæki eiga mjög erfitt með að styrkja íþróttafélög. Félögin eru að finna fyrir því. Tekjurnar eru ekki nógu miklar,“ segir Friðjón en hann kallar eftir frekara samstarfi félaganna. „Það þarf að endurskoða reksturinn og félögin þurfa að ræða saman um leikmenn sem og um hið ágæta knattspyrnusamband. Það gengur ekki að það sé stríð á milli KSÍ og félaganna. Það gengur heldur ekki að KSÍ sé eitthvert eyland. Menn verða að vinna betur saman.“ henry@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira