Garðar: Það er munur á hroka og sjálfsöryggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2011 08:00 Garðar fagnar marki í leik með Stjörnunni. Mynd/Stefán Garðar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 4-0 sigrinum á FH í síðustu viku. Garðar er með mörkunum tveimur orðinn markahæstur í deildinni með tólf mörk. „Eftir að við skoruðum sóttu þeir svolítið og fengu færi en Ingvar hélt okkur inni í leiknum. Í seinni hálfleik fannst mér þetta vera einstefna, sérstaklega eftir að við skoruðum annað markið. Þeir áttu ekki möguleika," segir Garðar. Garðar segir fá lið standa Stjörnunni snúning þegar liðið spilar góðan leik. Hann segist sjálfur hafa verið svolítið seinn í gang í sumar, klúðrað slatta af færum en nú sé þetta farið að ganga ágætlega. Garðar hefur meira að segja skorað nokkur glæsimörk með langskotum. „Það kemur fyrir að það detti eitt og eitt svona inn, einhverjar perlur. En í FH-leiknum voru þetta ekki einhverjir þrumufleygar. Bara týpísk framherjamörk, troða honum inn fyrir línuna," segir Garðar sem hefur ekki komið sjálfum sér á óvart með glæsimörkunum. „Þetta hefur alltaf blundað í manni. Ég hef oft gert þetta á æfingu. Þetta hefur ekki oft tekist í leikjum en það er gaman þegar það dettur í leikjunum." Garðar segir Stjörnuliðið þurfa meiri stöðugleika til þess að geta farið að keppa um titla. Liðið fái of mörg mörk á sig. Tækist að breyta því væri liðið í toppbaráttunni. Það sé engin spurning. „Við spilum samt fótbolta sem býður upp á þetta. Með tíð og tíma ættum við að læra að loka vörninni þótt við séum að sækja. Það hefur loðað við Stjörnuna undanfarin ár að fá jafnmörg mörk á sig og liðið skorar. Núna höfum við fengið á okkur tíu mörkum færri en við höfum skorað og því erum við ofar í töflunni," segir Garðar sem sér stíganda í frammistöðu liðsins milli ára. Kvennalið Stjörnunnar landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í meistaraflokki frá upphafi á dögunum. Garðar lítur ekki svo á að karlaliðið standi í skugga kvennaliðsins. „Það gefur okkur aukinn kraft að sjá þær vinna þetta. Okkur langar náttúrulega líka að vinna. Það gerist kannski ekki í ár en mögulega á næsta ári." Garðar segir hug sinn vera í Garðabænum en útilokar þó ekki að fara aftur í atvinnumennsku. Það þyrfti þó að vera sérstaklega spennandi. „Ef eitthvað kæmi upp á Norðurlöndunum hugsa ég að ég myndi ekki nenna því. Ef það væri eitthvað framandi eins og Ameríka þá myndi ég skoða það," segir Garðar sem var elsti leikmaður Stjörnunnar í leiknum gegn FH. Garðar segir ofsögum sagt að hann sé í sínu besta formi um þessar mundir. Það sé alltaf eitthvað að angra hann en ekki þannig að hann sé lengi að jafna sig eftir leiki. „Nei, það er ekkert svoleiðis. Ég er enginn Gylfi [Einarsson, leikmaður Fylkis], að geta ekki gengið í viku eftir leik. Maður fær spörk, ég tognaði í tánni og líka aftan í lærinu. En ég tel mig góðan að hafa bara misst úr einn leik í sumar." Garðar hefur ekki farið leynt með markmið sitt að Stjarnan tryggi sér Evrópusæti á tímabilinu. Margir hefðu sagt það metnaðarfullt enda var Stjörnunni ekki spáð góðu gengi í sumar. Garðar er þó sjálfsöruggur og heyrst hefur að hann gangi undir viðurnefninu hroki hjá liðsfélögum sínum sem flestir eru árunum yngri en Garðar. „Það er stór munur á hroka og sjálfsöryggi. Þeir halda að þetta sé hroki en ég hef sýnt þeim margoft að þetta er ekki hroki. Bara geta sem ég hef fram yfir þá. Þetta eru nú bara létt skot fram og til baka. Það er aðallega Bjarki [Páll Eysteinsson] sem stendur fyrir þessu en ég held að hann sé bara afbrýðisamur. Hann hefur ekki þessa knattspyrnulegu getu til þess að vera með smá hroka," segir Garðar léttur.Lið 17. umferðar Markvörður: Ingvar Jónsson, Stjörnunni Varnarmenn: Trausti Björn Ríkharðsson, Fylki Daníel Laxdal, Stjörnunni Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík Hlynur Atli Magnússon, Fram Miðjumenn: Jóhann Laxdal, Stjörnunni Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki Finnur Ólafsson, ÍBV Sóknarmenn: Albert Brynjar Ingason, Fylki Garðar Jóhannsson, Stjörnunni Tryggvi Guðmundsson, ÍBV Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Garðar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í 4-0 sigrinum á FH í síðustu viku. Garðar er með mörkunum tveimur orðinn markahæstur í deildinni með tólf mörk. „Eftir að við skoruðum sóttu þeir svolítið og fengu færi en Ingvar hélt okkur inni í leiknum. Í seinni hálfleik fannst mér þetta vera einstefna, sérstaklega eftir að við skoruðum annað markið. Þeir áttu ekki möguleika," segir Garðar. Garðar segir fá lið standa Stjörnunni snúning þegar liðið spilar góðan leik. Hann segist sjálfur hafa verið svolítið seinn í gang í sumar, klúðrað slatta af færum en nú sé þetta farið að ganga ágætlega. Garðar hefur meira að segja skorað nokkur glæsimörk með langskotum. „Það kemur fyrir að það detti eitt og eitt svona inn, einhverjar perlur. En í FH-leiknum voru þetta ekki einhverjir þrumufleygar. Bara týpísk framherjamörk, troða honum inn fyrir línuna," segir Garðar sem hefur ekki komið sjálfum sér á óvart með glæsimörkunum. „Þetta hefur alltaf blundað í manni. Ég hef oft gert þetta á æfingu. Þetta hefur ekki oft tekist í leikjum en það er gaman þegar það dettur í leikjunum." Garðar segir Stjörnuliðið þurfa meiri stöðugleika til þess að geta farið að keppa um titla. Liðið fái of mörg mörk á sig. Tækist að breyta því væri liðið í toppbaráttunni. Það sé engin spurning. „Við spilum samt fótbolta sem býður upp á þetta. Með tíð og tíma ættum við að læra að loka vörninni þótt við séum að sækja. Það hefur loðað við Stjörnuna undanfarin ár að fá jafnmörg mörk á sig og liðið skorar. Núna höfum við fengið á okkur tíu mörkum færri en við höfum skorað og því erum við ofar í töflunni," segir Garðar sem sér stíganda í frammistöðu liðsins milli ára. Kvennalið Stjörnunnar landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í meistaraflokki frá upphafi á dögunum. Garðar lítur ekki svo á að karlaliðið standi í skugga kvennaliðsins. „Það gefur okkur aukinn kraft að sjá þær vinna þetta. Okkur langar náttúrulega líka að vinna. Það gerist kannski ekki í ár en mögulega á næsta ári." Garðar segir hug sinn vera í Garðabænum en útilokar þó ekki að fara aftur í atvinnumennsku. Það þyrfti þó að vera sérstaklega spennandi. „Ef eitthvað kæmi upp á Norðurlöndunum hugsa ég að ég myndi ekki nenna því. Ef það væri eitthvað framandi eins og Ameríka þá myndi ég skoða það," segir Garðar sem var elsti leikmaður Stjörnunnar í leiknum gegn FH. Garðar segir ofsögum sagt að hann sé í sínu besta formi um þessar mundir. Það sé alltaf eitthvað að angra hann en ekki þannig að hann sé lengi að jafna sig eftir leiki. „Nei, það er ekkert svoleiðis. Ég er enginn Gylfi [Einarsson, leikmaður Fylkis], að geta ekki gengið í viku eftir leik. Maður fær spörk, ég tognaði í tánni og líka aftan í lærinu. En ég tel mig góðan að hafa bara misst úr einn leik í sumar." Garðar hefur ekki farið leynt með markmið sitt að Stjarnan tryggi sér Evrópusæti á tímabilinu. Margir hefðu sagt það metnaðarfullt enda var Stjörnunni ekki spáð góðu gengi í sumar. Garðar er þó sjálfsöruggur og heyrst hefur að hann gangi undir viðurnefninu hroki hjá liðsfélögum sínum sem flestir eru árunum yngri en Garðar. „Það er stór munur á hroka og sjálfsöryggi. Þeir halda að þetta sé hroki en ég hef sýnt þeim margoft að þetta er ekki hroki. Bara geta sem ég hef fram yfir þá. Þetta eru nú bara létt skot fram og til baka. Það er aðallega Bjarki [Páll Eysteinsson] sem stendur fyrir þessu en ég held að hann sé bara afbrýðisamur. Hann hefur ekki þessa knattspyrnulegu getu til þess að vera með smá hroka," segir Garðar léttur.Lið 17. umferðar Markvörður: Ingvar Jónsson, Stjörnunni Varnarmenn: Trausti Björn Ríkharðsson, Fylki Daníel Laxdal, Stjörnunni Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík Hlynur Atli Magnússon, Fram Miðjumenn: Jóhann Laxdal, Stjörnunni Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki Finnur Ólafsson, ÍBV Sóknarmenn: Albert Brynjar Ingason, Fylki Garðar Jóhannsson, Stjörnunni Tryggvi Guðmundsson, ÍBV
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira