Íslenski boltinn

Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.
Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

Keflvíkingar byrjuðu betur í blíðunni á Hlíðarenda í dag. Eftir ellefu mínútna leik sendi Hilmar Geir Eiðsson fallega sendingu innfyrir á Ísak Örn Þórðarson sem kláraði færið vel.

Í kjölfarið á markinu sóttu Valsmenn í sig veðrið en voru heppnir að lenda ekki tveimur mörkum undir. Jóhann Birnir lék þá á Jónas Tór Næs sem braut á honum innan teigs. Skiptar skoðanir voru um rétmæti dómsins. Haraldur Björnsson kom Valsmönnum til bjargar með því að verja slaka spyrnu Guðmundar Steinarssonar.

Valsmenn voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á köflum virtist markið liggja í loftinu. Allt kom fyrir ekki og gestirnir leiddu í hálfleik.

Síðari hálfleikur var öllu daufari en sá fyrri. Varamaðurinn Christian Mouritsen fékk gott færi um miðjan hálfleikinn en Ómar varði skot hans. Fæstar aðrar marktilraunir hittu ekki markið fyrr en varamaðurinn Brynjar Kristmunddsson komst einn gegn Ómari undir lok leiksins. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og Ómar varði skot hans vel.

Fyrsti sigur Keflvíkinga í fimm leikjum en liðið hafði ekki unnið leik síðan í 3-2 sigrinum gegn Stjörnunni 24. júlí. Liðið lyfti sér upp í 7. sæti í deildinni með sigrinum.

Möguleiki Valsmanna á Evrópusæti minnkaði til muna með tapinu en liðið er nú fimm stigum á eftir FH í fjórða sæti. Sætið gefur þó Evrópusæti landi annað lið en KR Íslandsmeistaratitlinum.





TölfræðiSkot (á mark): 14-16 (4-6)

Varin skot: Haraldur 5 – Ómar 4

Horn: 7-5

Aukaspyrnur fengnar: 18-13

Rangstöður: 3-0

Dómari: Þorvaldur Árnason 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×