Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2011 16:15 Guðmundur Steinarsson. Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi. Keflvíkingar byrjuðu betur í blíðunni á Hlíðarenda í dag. Eftir ellefu mínútna leik sendi Hilmar Geir Eiðsson fallega sendingu innfyrir á Ísak Örn Þórðarson sem kláraði færið vel. Í kjölfarið á markinu sóttu Valsmenn í sig veðrið en voru heppnir að lenda ekki tveimur mörkum undir. Jóhann Birnir lék þá á Jónas Tór Næs sem braut á honum innan teigs. Skiptar skoðanir voru um rétmæti dómsins. Haraldur Björnsson kom Valsmönnum til bjargar með því að verja slaka spyrnu Guðmundar Steinarssonar. Valsmenn voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á köflum virtist markið liggja í loftinu. Allt kom fyrir ekki og gestirnir leiddu í hálfleik. Síðari hálfleikur var öllu daufari en sá fyrri. Varamaðurinn Christian Mouritsen fékk gott færi um miðjan hálfleikinn en Ómar varði skot hans. Fæstar aðrar marktilraunir hittu ekki markið fyrr en varamaðurinn Brynjar Kristmunddsson komst einn gegn Ómari undir lok leiksins. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og Ómar varði skot hans vel. Fyrsti sigur Keflvíkinga í fimm leikjum en liðið hafði ekki unnið leik síðan í 3-2 sigrinum gegn Stjörnunni 24. júlí. Liðið lyfti sér upp í 7. sæti í deildinni með sigrinum. Möguleiki Valsmanna á Evrópusæti minnkaði til muna með tapinu en liðið er nú fimm stigum á eftir FH í fjórða sæti. Sætið gefur þó Evrópusæti landi annað lið en KR Íslandsmeistaratitlinum. TölfræðiSkot (á mark): 14-16 (4-6) Varin skot: Haraldur 5 – Ómar 4 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 3-0 Dómari: Þorvaldur Árnason 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi. Keflvíkingar byrjuðu betur í blíðunni á Hlíðarenda í dag. Eftir ellefu mínútna leik sendi Hilmar Geir Eiðsson fallega sendingu innfyrir á Ísak Örn Þórðarson sem kláraði færið vel. Í kjölfarið á markinu sóttu Valsmenn í sig veðrið en voru heppnir að lenda ekki tveimur mörkum undir. Jóhann Birnir lék þá á Jónas Tór Næs sem braut á honum innan teigs. Skiptar skoðanir voru um rétmæti dómsins. Haraldur Björnsson kom Valsmönnum til bjargar með því að verja slaka spyrnu Guðmundar Steinarssonar. Valsmenn voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og á köflum virtist markið liggja í loftinu. Allt kom fyrir ekki og gestirnir leiddu í hálfleik. Síðari hálfleikur var öllu daufari en sá fyrri. Varamaðurinn Christian Mouritsen fékk gott færi um miðjan hálfleikinn en Ómar varði skot hans. Fæstar aðrar marktilraunir hittu ekki markið fyrr en varamaðurinn Brynjar Kristmunddsson komst einn gegn Ómari undir lok leiksins. Hann var hins vegar of lengi að athafna sig og Ómar varði skot hans vel. Fyrsti sigur Keflvíkinga í fimm leikjum en liðið hafði ekki unnið leik síðan í 3-2 sigrinum gegn Stjörnunni 24. júlí. Liðið lyfti sér upp í 7. sæti í deildinni með sigrinum. Möguleiki Valsmanna á Evrópusæti minnkaði til muna með tapinu en liðið er nú fimm stigum á eftir FH í fjórða sæti. Sætið gefur þó Evrópusæti landi annað lið en KR Íslandsmeistaratitlinum. TölfræðiSkot (á mark): 14-16 (4-6) Varin skot: Haraldur 5 – Ómar 4 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 3-0 Dómari: Þorvaldur Árnason 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira