Innlent Landsmóti skáta lýkur í kvöld 25. landsmóti skáta lýkur í kvöld með lokavarðeldi klukkan hálfníu en mótið hefur staðið yfir í rúma viku. Landsmótið er haldið á þriggja ára fresti og var í þetta sinn haldið á Úlfljótsvatni. Lífið 13.10.2005 19:34 Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum. Innlent 13.10.2005 19:34 Verkamenn til leigu Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum.</font /> Innlent 13.10.2005 19:34 Flóðin nái hámarki í kvöld Búist er við að flóðin í Jöklu við Kárahnjúka nái hámarki í kvöld og að brúin yfir hana fari á bólakaf, eins og gerðist óvænt í fyrrasumar. Brúnni var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxtanna. Innlent 13.10.2005 19:34 Þrjátíu flóttamenn til Reykjavíkur Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst. Innlent 13.10.2005 19:34 Flóðið hefur náð hámarki sínu Flóðið í Jöklu við Kárahnjúka hefur náð hámarki sínu og er rennsli í ánni farið að minnka. Mest náði það um það bil hundrað og áttatíuföldu meðalrennsli Elliðaánna en eftir flóðið í fyrra var ekki búist við öðru flóði í Jöklu fyrr en eftir tíu til tuttugu ár. Innlent 13.10.2005 19:34 Óánægja með nýja leiðakerfið Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur ekki gengið sem skyldi. Frítt var í strætisvagna alla helgina og gafst farþegum þá tækifæri til að kynna sér nýju leiðirnar en það virtist ekki vera nóg. Innlent 13.10.2005 19:34 Breytingar á óhentugum tíma "Það hefði verið hentugra að skipta um leiðarkerfi á öðrum tíma en núna er nær helmingur starfsmanna er í sumarfríum," segir Valdimar Jónsson trúnaðarmaður hjá Strætó. Kalla þurfti nokkra bílstjóra skyndilega úr sumarfíum til að manna vagna í nýja leiðarkerfi Strætó. Innlent 13.10.2005 19:34 Vinsældir hreindýraveiða aukast Nítján hreindýrstarfar hafa verið veiddir á síðustu tíu dögum. 800 leyfi voru gefin út í ár en tvöfalt fleiri umsóknir bárust, eða um 1600, og verða vinsældir þessa áhugamáls sífellt meiri. Innlent 13.10.2005 19:34 Ölvaður ökumaður velti bíl sínum Bíll valt út af Reykjanesbraut laust fyrir kukkan eitt í nótt og reyndist ökumaðurinn ölvaður. Hann var einn í bílnum og meiddist lítilsháttar en bíllinn er stórskemmdur. Við leit í bílnum fundu lögreglumenn lítilræði af fíkniefnum. Innlent 13.10.2005 19:34 Álagningarseðlar á föstudag Einhverjir munu kætast og aðrir ekki á föstudaginn kemur en þá verða álagningarseðlar skattstjóra í landinu bornir út til almennings. Innlent 13.10.2005 19:34 Þyrlan sótti veikan sjómann Sjómaður veiktist skyndilega um borð í togaranum Mánabergi þar sem skipið var að veiðum djúpt út af Vestfjörðum í gær. Talið var að maðurinn þyrfti hið bráðasta að komast undir læknishendur og því var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmi til móts við skipið og sækti sjómanninn. Innlent 13.10.2005 19:34 Áfram flogið til Grænlands Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um að halda áfram áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og með möguleika á áframhaldi í önnur fimm ár. Flogið verður tvisvar í viku til Kulusuk og Constablepynt. Innlent 13.10.2005 19:34 Bólar ekkert á ákærum í Baugsmáli Enn bólar ekkert á ákærunum í Baugsmálinu en til stóð að þær yrðu birtar fyrir tveimur vikum. Fimmmenningunum sem ákærðir eru var birt ákæra þann 1. júlí. Innlent 13.10.2005 19:34 Ys og þys vegna breytinga "Ég var nýbúin að læra á það hvaða vagna ég ætti að taka og svo fór ég í vikufrí og þá er allt breytt og ég þarf að læra allt upp á nýtt," sagði Inga Berghäuser sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún beið eftir sínum vagni á Hlemmi í gær. Innlent 13.10.2005 19:34 Dulbúnir samningar Mikið hefur verið deilt um þjónustusamninga starfsmannaleiga hér á landi og hafa tvö slík mál farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var annað slíkt mál kært til sýslumanns á Akranesi. Margir hafa gangrýnt íslensk stjórvöld fyrir að vera of sein og treg til að veita erlendu verkafólki atvinnu- og dvalarleyfi. Innlent 13.10.2005 19:34 Ræða við lögreglu Hópur óánægðra vörubifreiðastjóra ætlar að hittast við Hús verslunarinnar annað kvöld að sögn Sturlu Jónssonar, eins bílstjóranna. Þar ætla þeir að ræða fyrirhuguð mótmæli vegna hækkunar olíuverðs sem felast í að loka aðalumferðaræðum út úr Reykjavík skömmu fyrir helgina. Innlent 13.10.2005 19:34 15,7% fjölgun farþega í júní Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting var svo til óbreytt milli ára, fór úr 82,9% í 82,3%. Frá áramótum nemur fjölgun farþega frá fyrra ári 12,7%. Innlent 13.10.2005 19:34 Íhuga skuldbreytingu Vatnsveita Hafnarfjarðar og Fráveita Hafnarfjarðar gætu hagnast um 18 milljónir króna árlega ef langtímalán stofnananna yrðu endurfjármögnuð. Að þessari niðurstöðu kemst Áhættunefnd erlendra lána Hafnarfjarðarbæjar og var bókun þessa efnis samþykkt á bæjarráðsfundi í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:34 Bygging sumarbústaða heldur áfram Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis. Innlent 13.10.2005 19:34 ESA aðhefst ekki vegna Norðuráls Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar eftir að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum hennar um breytingar á ríkisstuðningi við starfsemi Norðuráls á Grundartanga. Innlent 13.10.2005 19:34 Áætlunarflug til og frá Grænlandi Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um áætlunarflug á milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og þarf flugfélagið að kaupa tvær flugvélar til verksins. Þær verða af gerðinni Dash-8 og taka 39 farþega. Innlent 13.10.2005 19:34 Vörubílstjórar taka ekki þátt Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælum gegn breytingum á þungaskattinum sem áformuð eru fyrir verslunarmannahelgina. Formaður sambandsins segir þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila. Innlent 13.10.2005 19:34 Skemmdarverk ekki verið kærð Engar kærur hafa borist lögregluyfirvöldum vegna skemmdarverka þeirra er unnar hafa verið á skiltum og mannvirkjum á virkjunarsvæði Kárahnjúka undanfarna sólarhringa. Innlent 13.10.2005 19:34 Íbúðaverð hækkar mikið á Akureyri Skortur er á íbúðarhúsnæði til sölu á Akureyri og dæmi um að verð góðra eigna hafi hækkað um 50 prósent á einu ári. Fasteignaheildsalar horfa í auknum mæli á markaðinn fyrir norðan. Innlent 13.10.2005 19:34 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Innlent 13.10.2005 19:34 Lax úr Breiðdalsá talinn eldislax Flest bendir til þess að eldislax hafi veiðst á stöng í Breiðdalsá síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða nærri 14 punda hrygnu sem veiddist í svonefndum Mið Eyjakrók og hafa hreistursýni úr laxinum verið send Veiðimálastofnun. Innlent 13.10.2005 19:34 Borgin stuðlar að fækkun gesta Þegar mest var um ferðir til Viðeyjar árið 2000 komu þangað yfir 28.000 gestir, og flestir yfir sumarið. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og það sem af er þessu ári hafa um 7500 gestir komið. Meginástæða fækkunarinnar mun vera að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að styrkja veitingarekstur í Viðeyjarstofu. Innlent 13.10.2005 19:34 Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista "Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. Innlent 13.10.2005 19:34 Fólskuleg árás í Hafnarstræti Fjórir til fimm réðust fólskulega á mann sem var á gangi í Hafnarstræti í nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild með talsverða áverka, brotnuðu meðal annars í honum tennurnar. Þegar lögreglan kom honum til hjálpar voru árásarmennirnir á bak og burt. Innlent 13.10.2005 19:34 « ‹ ›
Landsmóti skáta lýkur í kvöld 25. landsmóti skáta lýkur í kvöld með lokavarðeldi klukkan hálfníu en mótið hefur staðið yfir í rúma viku. Landsmótið er haldið á þriggja ára fresti og var í þetta sinn haldið á Úlfljótsvatni. Lífið 13.10.2005 19:34
Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum. Innlent 13.10.2005 19:34
Verkamenn til leigu Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum.</font /> Innlent 13.10.2005 19:34
Flóðin nái hámarki í kvöld Búist er við að flóðin í Jöklu við Kárahnjúka nái hámarki í kvöld og að brúin yfir hana fari á bólakaf, eins og gerðist óvænt í fyrrasumar. Brúnni var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxtanna. Innlent 13.10.2005 19:34
Þrjátíu flóttamenn til Reykjavíkur Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst. Innlent 13.10.2005 19:34
Flóðið hefur náð hámarki sínu Flóðið í Jöklu við Kárahnjúka hefur náð hámarki sínu og er rennsli í ánni farið að minnka. Mest náði það um það bil hundrað og áttatíuföldu meðalrennsli Elliðaánna en eftir flóðið í fyrra var ekki búist við öðru flóði í Jöklu fyrr en eftir tíu til tuttugu ár. Innlent 13.10.2005 19:34
Óánægja með nýja leiðakerfið Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur ekki gengið sem skyldi. Frítt var í strætisvagna alla helgina og gafst farþegum þá tækifæri til að kynna sér nýju leiðirnar en það virtist ekki vera nóg. Innlent 13.10.2005 19:34
Breytingar á óhentugum tíma "Það hefði verið hentugra að skipta um leiðarkerfi á öðrum tíma en núna er nær helmingur starfsmanna er í sumarfríum," segir Valdimar Jónsson trúnaðarmaður hjá Strætó. Kalla þurfti nokkra bílstjóra skyndilega úr sumarfíum til að manna vagna í nýja leiðarkerfi Strætó. Innlent 13.10.2005 19:34
Vinsældir hreindýraveiða aukast Nítján hreindýrstarfar hafa verið veiddir á síðustu tíu dögum. 800 leyfi voru gefin út í ár en tvöfalt fleiri umsóknir bárust, eða um 1600, og verða vinsældir þessa áhugamáls sífellt meiri. Innlent 13.10.2005 19:34
Ölvaður ökumaður velti bíl sínum Bíll valt út af Reykjanesbraut laust fyrir kukkan eitt í nótt og reyndist ökumaðurinn ölvaður. Hann var einn í bílnum og meiddist lítilsháttar en bíllinn er stórskemmdur. Við leit í bílnum fundu lögreglumenn lítilræði af fíkniefnum. Innlent 13.10.2005 19:34
Álagningarseðlar á föstudag Einhverjir munu kætast og aðrir ekki á föstudaginn kemur en þá verða álagningarseðlar skattstjóra í landinu bornir út til almennings. Innlent 13.10.2005 19:34
Þyrlan sótti veikan sjómann Sjómaður veiktist skyndilega um borð í togaranum Mánabergi þar sem skipið var að veiðum djúpt út af Vestfjörðum í gær. Talið var að maðurinn þyrfti hið bráðasta að komast undir læknishendur og því var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmi til móts við skipið og sækti sjómanninn. Innlent 13.10.2005 19:34
Áfram flogið til Grænlands Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um að halda áfram áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og með möguleika á áframhaldi í önnur fimm ár. Flogið verður tvisvar í viku til Kulusuk og Constablepynt. Innlent 13.10.2005 19:34
Bólar ekkert á ákærum í Baugsmáli Enn bólar ekkert á ákærunum í Baugsmálinu en til stóð að þær yrðu birtar fyrir tveimur vikum. Fimmmenningunum sem ákærðir eru var birt ákæra þann 1. júlí. Innlent 13.10.2005 19:34
Ys og þys vegna breytinga "Ég var nýbúin að læra á það hvaða vagna ég ætti að taka og svo fór ég í vikufrí og þá er allt breytt og ég þarf að læra allt upp á nýtt," sagði Inga Berghäuser sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún beið eftir sínum vagni á Hlemmi í gær. Innlent 13.10.2005 19:34
Dulbúnir samningar Mikið hefur verið deilt um þjónustusamninga starfsmannaleiga hér á landi og hafa tvö slík mál farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var annað slíkt mál kært til sýslumanns á Akranesi. Margir hafa gangrýnt íslensk stjórvöld fyrir að vera of sein og treg til að veita erlendu verkafólki atvinnu- og dvalarleyfi. Innlent 13.10.2005 19:34
Ræða við lögreglu Hópur óánægðra vörubifreiðastjóra ætlar að hittast við Hús verslunarinnar annað kvöld að sögn Sturlu Jónssonar, eins bílstjóranna. Þar ætla þeir að ræða fyrirhuguð mótmæli vegna hækkunar olíuverðs sem felast í að loka aðalumferðaræðum út úr Reykjavík skömmu fyrir helgina. Innlent 13.10.2005 19:34
15,7% fjölgun farþega í júní Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting var svo til óbreytt milli ára, fór úr 82,9% í 82,3%. Frá áramótum nemur fjölgun farþega frá fyrra ári 12,7%. Innlent 13.10.2005 19:34
Íhuga skuldbreytingu Vatnsveita Hafnarfjarðar og Fráveita Hafnarfjarðar gætu hagnast um 18 milljónir króna árlega ef langtímalán stofnananna yrðu endurfjármögnuð. Að þessari niðurstöðu kemst Áhættunefnd erlendra lána Hafnarfjarðarbæjar og var bókun þessa efnis samþykkt á bæjarráðsfundi í síðustu viku. Innlent 13.10.2005 19:34
Bygging sumarbústaða heldur áfram Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis. Innlent 13.10.2005 19:34
ESA aðhefst ekki vegna Norðuráls Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar eftir að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum hennar um breytingar á ríkisstuðningi við starfsemi Norðuráls á Grundartanga. Innlent 13.10.2005 19:34
Áætlunarflug til og frá Grænlandi Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um áætlunarflug á milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og þarf flugfélagið að kaupa tvær flugvélar til verksins. Þær verða af gerðinni Dash-8 og taka 39 farþega. Innlent 13.10.2005 19:34
Vörubílstjórar taka ekki þátt Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælum gegn breytingum á þungaskattinum sem áformuð eru fyrir verslunarmannahelgina. Formaður sambandsins segir þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila. Innlent 13.10.2005 19:34
Skemmdarverk ekki verið kærð Engar kærur hafa borist lögregluyfirvöldum vegna skemmdarverka þeirra er unnar hafa verið á skiltum og mannvirkjum á virkjunarsvæði Kárahnjúka undanfarna sólarhringa. Innlent 13.10.2005 19:34
Íbúðaverð hækkar mikið á Akureyri Skortur er á íbúðarhúsnæði til sölu á Akureyri og dæmi um að verð góðra eigna hafi hækkað um 50 prósent á einu ári. Fasteignaheildsalar horfa í auknum mæli á markaðinn fyrir norðan. Innlent 13.10.2005 19:34
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. Innlent 13.10.2005 19:34
Lax úr Breiðdalsá talinn eldislax Flest bendir til þess að eldislax hafi veiðst á stöng í Breiðdalsá síðastliðinn miðvikudag. Um er að ræða nærri 14 punda hrygnu sem veiddist í svonefndum Mið Eyjakrók og hafa hreistursýni úr laxinum verið send Veiðimálastofnun. Innlent 13.10.2005 19:34
Borgin stuðlar að fækkun gesta Þegar mest var um ferðir til Viðeyjar árið 2000 komu þangað yfir 28.000 gestir, og flestir yfir sumarið. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og það sem af er þessu ári hafa um 7500 gestir komið. Meginástæða fækkunarinnar mun vera að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að styrkja veitingarekstur í Viðeyjarstofu. Innlent 13.10.2005 19:34
Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista "Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. Innlent 13.10.2005 19:34
Fólskuleg árás í Hafnarstræti Fjórir til fimm réðust fólskulega á mann sem var á gangi í Hafnarstræti í nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild með talsverða áverka, brotnuðu meðal annars í honum tennurnar. Þegar lögreglan kom honum til hjálpar voru árásarmennirnir á bak og burt. Innlent 13.10.2005 19:34