Innlent

Álagningarseðlar á föstudag

Einhverjir munu kætast og aðrir ekki á föstudaginn kemur en þá verða álagningarseðlar skattstjóra í landinu bornir út til almennings. Munu seðlarnir þannig berast í hús fram í næstu viku en þeir sem muna veflykilsnúmer sitt sem fylgdi skattframtalinu í vetur geta tekið forskot á sæluna strax á morgun. Með lyklinum er hægt að nálgast álagningaseðla sína rafrænt á vef ríkisskattstjóra, rsk.is, og gera sér þannig betri grein fyrir stöðu fjármála sinna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×