Innlent

Breytingar á óhentugum tíma

"Það hefði verið hentugra að skipta um leiðarkerfi á öðrum tíma en núna er nær helmingur starfsmanna er í sumarfríum," segir Valdimar Jónsson trúnaðarmaður hjá Strætó. Kalla þurfti nokkra bílstjóra skyndilega úr sumarfíum til að manna vagna í nýja leiðarkerfi Strætó. Hann segir hins vegar að upp hafi komið mikil óánægja hjá bílstjórum yfir nýju vaktarkerfi sem fylgdi nýja leiðarkerfinu þar sem vaktirnar voru langar og þótti mörgum fyrirkomulagið ófjölskylduvænt. Bílstjóri sem hafði samband við Fréttablaðið sagði að óánægja væri meðal bílstjóra þar sem nú væru leiðir mun lengri og hvíldarstundir styttri. Tekið hefur verið mið af þessari gagnrýni bílstóranna og verður nýja vaktarkerfinu breytt 1. október næstkomandi að sögn Valdimars. Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó segir að ákveðið hafi verið að taka nýja leiðarkerfið í notkun nú þar sem umferð væri minni og farþegar færri en á flestum öðrum tímum ársins. Hann segir að veikindi og aðrir ófyrirsjáanlegir þættir hefðu orðið þess valdandi að kalla varð nokkra starfsmenn úr sumarfríum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×