Innlent

ESA aðhefst ekki vegna Norðuráls

Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar eftir að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum hennar um breytingar á ríkisstuðningi við starfsemi Norðuráls á Grundartanga. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að setja þak á þann stuðning sem Norðurál getur þegið í formi skattaafsláttar og niðurfellingar gjalda, þetta er gert svo stuðningurinn sé innan þess ramma sem samningurinn um evrópska efnahagssvæðið kveður á um.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×