Innlent

Þyrlan sótti veikan sjómann

Sjómaður veiktist skyndilega um borð í togaranum Mánabergi þar sem skipið var að veiðum djúpt út af Vestfjörðum í gær. Talið var að maðurinn þyrfti hið bráðasta að komast undir læknishendur og því var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmi til móts við skipið og sækti sjómanninn. Það gekk vel og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans þar sem læknar tóku við honum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×