Innlent

Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag

Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum. Niðurstaða hennar reyndist sú að hnjúkurinn væri 2.119 metrar á hæð eins og haldið hefur verið fram í kennslubókum og alfræðiritum. Í byrjun næsta mánaðar, þegar niðurstaða rannsóknarleiðangursins liggur fyrir, muna Íslendingar svo komast að því hvort rétt hefur verið farið með öll þessi ár um raunverulega hæð hæsta tinds landsins. Auk þess sem hæð hnjúksins verður mæld á einnig að fylgjast með hreyfingum jarðskorpunnar undir Öræfajökli. Farið verður með mælitækin í dag og þau látin safna gögnum í tvo daga en úrvinnsla gagna hefst strax að því loknu. Landmælingar Íslands njóta samstarfs Landhelgisgæslunnar og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands við þetta verkefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×