Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista 24. júlí 2005 00:01 "Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. "Hver flokkur er að skerpa sína sérstöðu ef að svo ólíklega vildi til að það slitnaði upp úr en ég held það séu afar litlar líkur á því. Ég held að fólk í þessum flokkum sé skynsamt fólk og við ættum að leyfa því að vinna sína vinnu í friði án utanaðkomandi afskipta," segir Steinunn. "Ég er enn bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist úr því starfi sem fer fram í viðræðunefndinni," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í R-listanum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framboðsmál R-listans. Borgarfulltrúar Vinstri-grænna í R-listanum, þau Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir, vildu ekki tjá sig um framboðsmál R-listans og vísaði Björk á fulltrúa Vinstri-grænna í viðræðunefnd R-listaflokkanna. "Við bíðum bara eftir því að viðræðunefndin kemur saman," sagði Árni Þór. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að hann væri bjartsýnn á framboðsmál R-listans. "Ég held það hafi ekkert breyst að undanförnu. Það skýrist á næstu vikum hvort af framboði R-listans verður," sagði Dagur. Aðspurður um hvort hann hefði trú á því að af framboði R-listans yrði sagði hann: "Já, ég geri ráð fyrir því að af því verði." Viðmælendur Fréttablaðsins í borgarstjórnarhópi R-listans telja að unnið sé að því hörðum höndum meðal kjörinna borgarfulltrúa að hafa áhrif til þess að skýra framboðsmálin en misjafn áhugi er meðal viðmælenda á það hvort þeir vilja að af samstarfinu verði. Ekki náðist í aðra borgarfulltrúa R-listans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
"Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. "Hver flokkur er að skerpa sína sérstöðu ef að svo ólíklega vildi til að það slitnaði upp úr en ég held það séu afar litlar líkur á því. Ég held að fólk í þessum flokkum sé skynsamt fólk og við ættum að leyfa því að vinna sína vinnu í friði án utanaðkomandi afskipta," segir Steinunn. "Ég er enn bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist úr því starfi sem fer fram í viðræðunefndinni," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í R-listanum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framboðsmál R-listans. Borgarfulltrúar Vinstri-grænna í R-listanum, þau Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir, vildu ekki tjá sig um framboðsmál R-listans og vísaði Björk á fulltrúa Vinstri-grænna í viðræðunefnd R-listaflokkanna. "Við bíðum bara eftir því að viðræðunefndin kemur saman," sagði Árni Þór. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að hann væri bjartsýnn á framboðsmál R-listans. "Ég held það hafi ekkert breyst að undanförnu. Það skýrist á næstu vikum hvort af framboði R-listans verður," sagði Dagur. Aðspurður um hvort hann hefði trú á því að af framboði R-listans yrði sagði hann: "Já, ég geri ráð fyrir því að af því verði." Viðmælendur Fréttablaðsins í borgarstjórnarhópi R-listans telja að unnið sé að því hörðum höndum meðal kjörinna borgarfulltrúa að hafa áhrif til þess að skýra framboðsmálin en misjafn áhugi er meðal viðmælenda á það hvort þeir vilja að af samstarfinu verði. Ekki náðist í aðra borgarfulltrúa R-listans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira