Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista 24. júlí 2005 00:01 "Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. "Hver flokkur er að skerpa sína sérstöðu ef að svo ólíklega vildi til að það slitnaði upp úr en ég held það séu afar litlar líkur á því. Ég held að fólk í þessum flokkum sé skynsamt fólk og við ættum að leyfa því að vinna sína vinnu í friði án utanaðkomandi afskipta," segir Steinunn. "Ég er enn bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist úr því starfi sem fer fram í viðræðunefndinni," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í R-listanum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framboðsmál R-listans. Borgarfulltrúar Vinstri-grænna í R-listanum, þau Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir, vildu ekki tjá sig um framboðsmál R-listans og vísaði Björk á fulltrúa Vinstri-grænna í viðræðunefnd R-listaflokkanna. "Við bíðum bara eftir því að viðræðunefndin kemur saman," sagði Árni Þór. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að hann væri bjartsýnn á framboðsmál R-listans. "Ég held það hafi ekkert breyst að undanförnu. Það skýrist á næstu vikum hvort af framboði R-listans verður," sagði Dagur. Aðspurður um hvort hann hefði trú á því að af framboði R-listans yrði sagði hann: "Já, ég geri ráð fyrir því að af því verði." Viðmælendur Fréttablaðsins í borgarstjórnarhópi R-listans telja að unnið sé að því hörðum höndum meðal kjörinna borgarfulltrúa að hafa áhrif til þess að skýra framboðsmálin en misjafn áhugi er meðal viðmælenda á það hvort þeir vilja að af samstarfinu verði. Ekki náðist í aðra borgarfulltrúa R-listans. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
"Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi. "Hver flokkur er að skerpa sína sérstöðu ef að svo ólíklega vildi til að það slitnaði upp úr en ég held það séu afar litlar líkur á því. Ég held að fólk í þessum flokkum sé skynsamt fólk og við ættum að leyfa því að vinna sína vinnu í friði án utanaðkomandi afskipta," segir Steinunn. "Ég er enn bjartsýnn á að jákvæð niðurstaða fáist úr því starfi sem fer fram í viðræðunefndinni," segir Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í R-listanum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um framboðsmál R-listans. Borgarfulltrúar Vinstri-grænna í R-listanum, þau Árni Þór Sigurðsson og Björk Vilhelmsdóttir, vildu ekki tjá sig um framboðsmál R-listans og vísaði Björk á fulltrúa Vinstri-grænna í viðræðunefnd R-listaflokkanna. "Við bíðum bara eftir því að viðræðunefndin kemur saman," sagði Árni Þór. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að hann væri bjartsýnn á framboðsmál R-listans. "Ég held það hafi ekkert breyst að undanförnu. Það skýrist á næstu vikum hvort af framboði R-listans verður," sagði Dagur. Aðspurður um hvort hann hefði trú á því að af framboði R-listans yrði sagði hann: "Já, ég geri ráð fyrir því að af því verði." Viðmælendur Fréttablaðsins í borgarstjórnarhópi R-listans telja að unnið sé að því hörðum höndum meðal kjörinna borgarfulltrúa að hafa áhrif til þess að skýra framboðsmálin en misjafn áhugi er meðal viðmælenda á það hvort þeir vilja að af samstarfinu verði. Ekki náðist í aðra borgarfulltrúa R-listans.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira