Erlent

Fréttamynd

Frakki myrtur í Níger

Franskur ferðamaður var skotinn til bana í Afríkuríkinu Níger á föstudag. Frönsk yfirvöld staðfestu þetta á laugardag. Ekki er vitað hvort ræningjahópar sem sitja um ferðalanga til sveita víða í Níger beri ábyrgð á ódæðinu, og frönsk stjórnvöld gáfu engar frekari skýringar.

Erlent
Fréttamynd

Engu nær lausn á fjárlagadeilu ESB

Tony Blair hefur lítið orðið ágengt við að afla fylgis við hugmyndir Breta að uppstokkun á fjárlögum ESB í undirbúningi leiðtogafundar sem fram fer um miðjan mánuðinn. Leiðtogar nýju aðildarríkjanna óttast um sinn hag.

Erlent
Fréttamynd

Áritunarskylda afnumin

Úkraínsk yfirvöld hafa fellt niður vegabréfsáritunarskyldu ferðamanna frá Íslandi og nokkr­um öðrum ríkjum í Evrópu sem eiga ekki aðild að Evrópusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja Persson en ekki Freivalds

Sænski utanríkisráð-herrann Laila Freivalds á að segja af sér en Göran Persson forsætisráðherra á að halda áfram. Þetta er niðurstaða í skoðanakönnun sem gerð var í framhaldi af gagnrýninni á sænsk stjórnvöld eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Níu milljónir dúsa í fangelsi

Fangar heimsins eru orðn­ir rúmlega níu milljón tals­ins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum: Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta bak við lás og slá.

Erlent
Fréttamynd

Pyntingar ennþá algengar

Pyntingar eru ennþá algengar í kínverskum fangelsum enda þótt ríkisstjórn landsins segist vinna að því hörðum höndum að uppræta slíkt ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir ásaka Blair og Bush

Meðlimir fjölmargra náttúruverndarsamtaka stóðu að mótmælagöngu um London í gær, laugardag. Um 10.000 tóku þátt samkvæmt skipuleggjendum, en 4300 samkvæmt lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Lífeyrisaldur hækkaður

Til að losa opinbera lífeyrissjóðakerfið úr þeim ógöng­um sem það er komið í hefur breska ríkisstjórnin lagt til að hækka eftirlaunaaldur í áföngum úr 65 árum upp í 68 ár. Í staðinn eiga lífeyrisgreiðslur að hækka og taka fremur mið af ævitekjum en verðbólgu.

Erlent
Fréttamynd

Ljóshærður og með blá augu

Norska krón­prinsessan Mette-Marit fæddi dreng í gær og heilsast bæði móður og barni vel. Prinsinn var 16 merkur við fæð­ingu og er ljóshærður með blá augu. Saman eiga Hákon krónprins og Mette-Marit eitt barn fyrir, Ingiríði Alexöndru.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand í Jakarta

Fulgaflensa hefur breiðst út um alla höfuðborg Indónesíu og heilbrigðisyfirvöld segja neyðarástand yfirvofandi í borginni. Samkvæmt lauslegri athugun heilbrigðisyfirvalda í Jakarta er fjöldi manna smitaður af flensunni.

Erlent
Fréttamynd

Beygur í Bandaríkjamönnum

Beygur er í Bandaríkjamönnum eftir að tíu landgönguliðar féllu í sprengjuárás, í Írak. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur, í einni árás, í marga mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Belgísk samkynhneigð pör fá að ganga í það heilaga

Neðri deild belgíska þingsins hefur samþykkt lög sem veita samkynhneigðum leyfi til að ættleiða börn. Ef lögin verða samþykkt í öldungadeild þingsins verður Belgía þriðja Evrópusambandslandið sem leyfir slíkt, en Svíar og Spánverjar hafa þegar gert það, en þess má geta að fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp sama efnis. Belgar eru þó framar en Íslendingar þegar kemur að löggjöf um hjónaband því samkynhneigðir í Belgíu hafa í tvö ár mátt ganga í það heilaga og er talið að fimm þúsund pör hafi þegar nýtt sér það.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri innflytjendur í opinber störf

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vill að fjögur prósent ríkisstarfs­manna í landinu verði af erlendu bergi brotin. Þetta er tillaga ríkis­stjórnarinnar um breytingar á þriggja ára gamalli áætlun um aukna atvinnuþátttöku inn­flytjenda.

Erlent
Fréttamynd

Fangaflugvél kom frá Íslandi

Í það minnsta tvær flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA eru taldar hafa komið við í Frakklandi, önnur eftir millilendingu á Íslandi, eftir því sem franska dagblaðið Le Figaro hermir.

Erlent
Fréttamynd

Sæskjaldbaka með tvö höfuð

Tvíhöfða skjaldbaka kom úr eggi á Kyrrahafsströnd Kosta-Ríku í síðasta mánuði. Systkinin Melvin og Olger Chavarria komu auga á skepnuna á dögunum þar sem hún stakk báðum hausunum upp úr sjónum til að anda.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískir hermenn dóu

Tíu hermenn í landgönguliði bandaríska flotans biðu bana í sprengjuárás nærri írösku borginni Falluja í fyrradag. Ellefu félagar þeirra særðust. Þetta er mannskæðasta árás sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir í landinu um alllangt skeið.

Erlent
Fréttamynd

Á barmi hungursneyðar

Útlitið er dökkt í Afríkuríkinu Malaví eftir enn einn uppskerubrestinn. Á meðan stjórnmálaforingjar landsins bítast um völdin glímir þjóðin við stöðugt vaxandi fæðuskort. Þórður Hjálmarsson, starfsnemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, þekkir ástandið í landinu eftir störf sín þar.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin áttaði sig ekki á alvörunni

Sænsk stjórnvöld eru gagnrýnd harkalega vegna seinagangs í hjálparstarfi vegna flóðbylgjunnar í Indlandshafi síðustu jól. Afsagnar nokkurra ráðherra er krafist. Forsætisráðherrann hefur beðist afsökunar en hyggst ekki segja af sér.

Erlent
Fréttamynd

Finnskur hermaður deyr

Tvítugur hermaður dó og sex félagar hans særðust á heræfingu í norðanverðu Finnlandi í gær. Slysið átti sér stað er verið var að æfa notkun á handheldum sprengjuvörpum. "Ein sprengjuvarpan sprakk og varð einum manni að bana og særði hina," sagði Aki Sihvonen liðþjálfi.

Erlent
Fréttamynd

Bræðralaginu vegnaði illa

Bráðabirgðaniðurstöður úr lokaumferð egypsku þing-kosninganna sem fram fóru í fyrradag benda til þess að frambjóðendum Bræðralags múslima hafi gengið illa. Kosið var um síðustu 136 þingsætin af 454 og fékk enginn frambjóðandi bræðralagsins hreinan meirihluta atkvæða í kjördæmum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta orð sjúklingsins var "takk"

Fyrstu orðin sem konan sem gekkst undir fyrstu andlitsflutningsaðgerðina sem reynd hefur verið sagði voru "takk fyrir". Frá þessu greindu franskir skurðlæknar á blaðamannafundi í Lyon í gær.

Erlent
Fréttamynd

Jólasveinn í þjófnaðarhug

Jólasveinn í ráns-hugleiðingum kom óvænt í heimsókn í gólfefnabúð í Þrándheimi í Noregi nýlega. Eigandi verslunar­innar hafði lagt sig í bakherbergi verslunarinnar en var vaknaður og sat á nærbuxunum við tölvuna þegar sveinki birtist allt í einu.

Erlent
Fréttamynd

Sjírinovskí með eigin ísframleiðslu

Rússneski stjórnmálamaðurinn Vladimír Sjírínovskí, sem eitt sinn lýsti því markmiði sínu að gera Ísland að fanganýlendu, reynir nú að vinna hylli kjósenda með nýjum hætti. Hann hefur markaðssett ís með mynd af sér á öllum umbúðum.

Erlent
Fréttamynd

Hóta að drepa friðarsinna í gíslingu

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í dag nýtt myndband af fjórum friðarsinnum sem rænt var í Írak á dögunum. Þar hótuðu mannræningjarnir að drepa fjórmenninganna ef öllum föngum í haldi Bandaríkjamanna og írakskra stjónvalda yrði ekki sleppt fyrir 8. desember.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkja lög um ættleiðingu samkynheigðra í Belgíu

Neðri deild belgíska þingsins hefur samþykkt lög sem veita samkynhneigðum leyfi til að ættleiða börn. Ef lögin verða samþykkt í öldungadeild þingsins verður Belgía þriðja Evrópusambandslandið sem leyfir slíkt, en Svíar og Spánverjar hafa þegar gert það, en þess má geta að fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp sama efnis.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi

Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi.

Innlent
Fréttamynd

Skreytingarnar kostuðu sex milljónir

Það eru fleiri komnir í jólaskap en kaupmenn, það sannast í Hilden í norðanverðu Þýskalandi þar sem Uwe Bajorat hefur unnið að því síðan í ágúst að setja upp skreytingar fyrir jólin.

Erlent
Fréttamynd

Tók fimm í gíslingu

Tæplega þrítugur karlmaður tók fimm manns í gíslingu í sjónvarpsbyggingu í borginni Jekaterínburg í Úralfjöllum í Rússlandi í morgun. Maðurinn var vopnaður hríðskotariffli og hélt fólkinu í gíslingu í tvær klukkustundir áður en hann sleppti gíslunum og gaf sig á vald lögreglu.

Erlent