Innlent

Beygur í Bandaríkjamönnum

MYND/AP

Beygur er í Bandaríkjamönnum eftir að tíu landgönguliðar féllu í sprengjuárás, í Írak. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur, í einni árás, í marga mánuði.

Mannfallið varð þegar landgönguliðarnir óku á bryndreka fram hjá sprengju sem hafði verið komið við vegekantinn, í bænum Falluja. Sprengingin var geysilega öflug, og flestir landgönguliðarnir létust samstundis.

Yfir tvöþúsund bandarískir hermenn hafa nú fallið, í Írak, síðan hinu eiginlega stríði lauk, eftir innrásina.

Innrásin var bandamönnum auðveld, en síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Það virðist alveg sama hversu margar árásir eru gerðar á bækistöðvar hryðjuverkamanna, þeir rísa bara upp tvíefldir, á eftir.

Þessir hryðjuverkamenn leggja sig einkum eftir því að myrða óbreytta borgara, meðal landa sinna og þúsundir og aftur þúsundir sakleysingja hafa fallið í valinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×