Erlent

Fær ekki að syngja á jólatónleikum

Brasilíska söngkonan Daniela Mercury fær ekki að syngja á jólatónleikum Vatíkansins eins og til stóð.

Ástæðan er sú að söngkonan hafði sagt skipuleggjendum tónleikanna hún myndi nota tækifærið til að hvetja fólk til að nota smokkinn til að verjast útbreiðslu alnæmis en smokkurinn er eins og menn vita eitur í beinum forystumanna kaþólsku kirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×