Erlent

Bræðralaginu vegnaði illa

Á bæn. Þessir kjósendur í bænum Al Mansoura báðust fyrir áður en þeir greiddu atkvæði á fimmtudaginn.
Á bæn. Þessir kjósendur í bænum Al Mansoura báðust fyrir áður en þeir greiddu atkvæði á fimmtudaginn.

Bráðabirgðaniðurstöður úr lokaumferð egypsku þing-kosninganna sem fram fóru í fyrradag benda til þess að frambjóðendum Bræðralags múslima hafi gengið illa. Kosið var um síðustu 136 þingsætin af 454 og fékk enginn frambjóðandi bræðralagsins hreinan meirihluta atkvæða í kjördæmum sínum.

Þrjátíu og fimm þeirra komust hins vegar í aðra umferð kosninganna sem fram fara á miðvikudag. Úrslitin þýða engu að síður að stjórnarflokkur Mubaraks forseta hefur fengið þá tvo þriðju hluta atkvæða sem duga til að gera breytingar á stjórnarskrá Egyptalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×