Erlent

Tók fimm í gíslingu

Tæplega þrítugur karlmaður tók fimm manns í gíslingu í sjónvarpsbyggingu í borginni Jekaterínburg í Úralfjöllum í Rússlandi í morgun. Maðurinn var vopnaður hríðskotariffli og hélt fólkinu í gíslingu í tvær klukkustundir áður en hann sleppti gíslunum og gaf sig á vald lögreglu.

Maðurinn hafði krafist þess að fá að hitta eiginkonu sína, sem vinnur á sjónvarpsstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×