Erlent

Hóta að drepa friðarsinna í gíslingu

Tveir af gíslunum á myndbandinu sem sýnt var a Al-Jazeera.
Tveir af gíslunum á myndbandinu sem sýnt var a Al-Jazeera. MYND/AP

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í dag nýtt myndband af fjórum friðarsinnum sem rænt var í Írak á dögunum. Þar hótuðu mannræningjarnir að drepa fjórmenninganna ef öllum föngum í haldi Bandaríkjamanna og írakskra stjónvalda yrði ekki sleppt fyrir 8. desember. Tveir gíslanna eru Kanadamenn en auk þeirra er einn Bandaríkjamaður og einn Breti í haldi. Mannræningjarnir halda því fram að mennirnir fjórir séu njósnarar og á myndbandinu sjást Bretinn og Bandaríkjamaðurinn tala í myndavélinal. Ekkert hljóð fylgdi myndbandinu en samkvæmt Al-Jazeera munu mennirnir hafa hvatt stjórnvöld í Bandaríkjum og Bretlandi að kalla herlið sitt heim fræa Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×