Erlent

Jólasveinn í þjófnaðarhug

Jólasveinn í ráns-hugleiðingum kom óvænt í heimsókn í gólfefnabúð í Þrándheimi í Noregi nýlega. Eigandi verslunar­innar hafði lagt sig í bakherbergi verslunarinnar en var vaknaður og sat á nærbuxunum við tölvuna þegar sveinki birtist allt í einu.

Báðir urðu hræddir, verslunarmaðurinn og jólasveinninn, en sveinki þó sýnu meira því hann sneri sér við og hljóp út. Eigandinn velti fyrir sér að elta þennan óboðna gest en að sögn Dagbladet hætti hann við þar sem hann taldi eftirför karlmanns á nærbuxunum á eftir jólasveini myndi vekja ­óþarf­lega mikla athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×