Erlent

Sjírinovskí með eigin ísframleiðslu

Rússneski stjórnmálamaðurinn Vladimír Sjírínovskí, sem eitt sinn lýsti því markmiði sínu að gera Ísland að fanganýlendu, reynir nú að vinna hylli kjósenda með nýjum hætti. Hann hefur markaðssett ís með mynd af sér á öllum umbúðum.

Rússneski þjóðernissinninn Vladimír Sjírínovskí hefur löngum verið duglegur við að vekja á sér athygli. Hugmyndir hans um að endurvekja Sovétríkin, koma Alaska á ný undir rússneska stjórn og að dreifa kjarnorkuúrgangi Rússlands yfir Þýskaland hafa löngum orðið til að vekja athygli á honum, að ógleymdum slagsmálum hans í rússneska þingi. Nú fetar hann hins vegar nýjar og öllu friðsamlegri brautir og hefur sett á markað ís með mynd af sér á umbúðunum sem hann vonast til að seljist grimmt og auki vinsældir hans.

"Í Bandaríkjunum og á Vesturlöndum myndu þeir aldrei láta sér koma til hugar að gera eitthvað þessu líkt, að markaðssetja ís með mynd af til dæmis Chirac, Merkel, Blair eða Bush vegna þess að börnin myndu aldrei kaupa hann. Þau yrðu bara hrædd," sagði Sjírínovskí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×