Erlent

Ljóshærður og með blá augu

Prins Hákon. Krónprinsinn var hæstánægður þegar hann lýsti nýfæddum syni sínum fyrir blaðamönnum.
Prins Hákon. Krónprinsinn var hæstánægður þegar hann lýsti nýfæddum syni sínum fyrir blaðamönnum.

Norska krón­prinsessan Mette-Marit fæddi dreng í gær og heilsast bæði móður og barni vel. Prinsinn var 16 merkur við fæð­ingu og er ljóshærður með blá augu. Saman eiga Hákon krónprins og Mette-Marit eitt barn fyrir, Ingiríði Alexöndru.

Hún á tilkall til krúnunnar eftir lagabreytingu frá árinu 1990 sem leyfir kvenkyns þjóðhöfðingja. Nýi prinsinn er því þriðji í röðinni til að erfa ríkið á eftir föður sínum og systur. Mette-Marit og Hákon giftust árið 2001 en Mette-Marit á soninn Maríus frá fyrra hjónabandi. Hann á hins vegar ekkert tilkall til krúnunnar.

Nýfædda prinsinum hefur enn ekki verið gefið nafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×