Erlent

Skreytingarnar kostuðu sex milljónir

Það eru fleiri komnir í jólaskap en kaupmenn, það sannast í Hilden í norðanverðu Þýskalandi þar sem Uwe Bajorat hefur unnið að því síðan í ágúst að setja upp skreytingar fyrir jólin.

Afraksturinn er líka allnokkur, 140 þúsund perur lýsa upp heimili Bajorats og næsta nágrenni. Herlegheitin kosta líka sitt, skreytingarnar um sex milljónir króna og rafmagnsreikningurinn hljóðar uppá fjörutíu þúsund krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×