Erlent

Finnskur hermaður deyr

Tvítugur hermaður dó og sex félagar hans særðust á heræfingu í norðanverðu Finnlandi í gær. Slysið átti sér stað er verið var að æfa notkun á handheldum sprengjuvörpum. "Ein sprengjuvarpan sprakk og varð einum manni að bana og særði hina," sagði Aki Sihvonen liðþjálfi.

Hann sagðist ekki vilja geta sér til um hvað valdið hefði sprengingunni en sagði ítarlega rannsókn í gangi. Þetta var síðasti dagur heræfingarinnar og til stóð að mennirnir sjö lykju herþjónustu um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×