Innlent

Belgísk samkynhneigð pör fá að ganga í það heilaga

Neðri deild belgíska þingsins hefur samþykkt lög sem veita samkynhneigðum leyfi til að ættleiða börn. Ef lögin verða samþykkt í öldungadeild þingsins verður Belgía þriðja Evrópusambandslandið sem leyfir slíkt, en Svíar og Spánverjar hafa þegar gert það, en þess má geta að fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp sama efnis. Belgar eru þó framar en Íslendingar þegar kemur að löggjöf um hjónaband því samkynhneigðir í Belgíu hafa í tvö ár mátt ganga í það heilaga og er talið að fimm þúsund pör hafi þegar nýtt sér það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×