Erlent

Þúsundir ásaka Blair og Bush

Meðlimir fjölmargra náttúruverndarsamtaka stóðu að mótmælagöngu um London í gær, laugardag. Um 10.000 tóku þátt samkvæmt skipuleggjendum, en 4300 samkvæmt lögreglu.

Forsprakkar göngunnar afhentu Tony Blair bréf. þar sem þess er krafist að staðfestur sé niðurskurður á losun gróðurhúsaloftteguna og að alþjóðlegur sáttmáli um mengun sé virtur. Eftir gönguna hélt fyrrverarndi umhverfisráðherra Bretlands tölu og sagði m.a. "Ef hann (Bush) heldur að (fellibylurinn) Katrina hafi verið slæm, þá eru mun verri fellibylir á leiðinni breyti hann ekki stefnu sinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×