Öryggis- og varnarmál Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Innlent 27.11.2025 15:23 Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 27.11.2025 13:24 Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Innlent 27.11.2025 12:51 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. Innlent 27.11.2025 06:32 Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Skoðun 26.11.2025 10:30 Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Ný öryggis- og varnarstefna Íslands er nauðsynlegt skref – en ekki nægjanlegt. Skoðun 26.11.2025 07:47 Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Tillaga utanríkisráðherra um nýja stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum markar afgerandi stefnubreytingu fyrir ríki sem hefur lengi lagt sig fram um friðsamlega samskiptaleið og alþjóðlega samvinnu. Við teljum mikilvægt að staldra við, því hér er ekki um tæknilegt stefnumótunarskjal að ræða heldur grundvallarviðsnúning í sjálfsmynd okkar sem friðarþjóðar. Skoðun 25.11.2025 18:02 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Innlent 25.11.2025 12:51 Trump býður upp á uppskrift að stríði og spillingu – ekki friði 28 punkta „friðaráætlunin“ sem Bandaríkin og Rússland vilja þröngva upp á Úkraínu og Evrópu er rangnefni. Þetta er engin friðaráætlun. Hún er þess í stað upplegg sem veikir Úkraínu, skapar sundrung milli Bandaríkjanna og Evrópu og undirbýr jarðveginn fyrir stærra stríð í framtíðinni. Umræðan 22.11.2025 12:51 Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Innlent 21.11.2025 20:33 „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Skoðun 21.11.2025 15:17 Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20.11.2025 07:01 „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32 Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17.11.2025 13:15 Mark Rutte heimsækir Ísland Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024. Innlent 17.11.2025 09:14 Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Innlent 14.11.2025 20:12 Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. Erlent 9.11.2025 21:51 Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Erlent 6.11.2025 07:34 Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4.11.2025 13:09 Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30.10.2025 11:57 Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Norðurlöndin hafa verið leiðarljós lýðræðis og mannréttinda í heiminum en sameiginlegum gildum þeirra er nú ógnað, að mati Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra. Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarsamstarf eru sagðar ganga vel. Innlent 28.10.2025 11:39 Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er komin til hafnar á Akureyri. Heimsóknin er liður í „yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans í Norður-Atlantshafi. Innlent 26.10.2025 19:36 Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september. Innlent 24.10.2025 08:11 Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Innlent 19.10.2025 21:18 Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Árleg ráðstefna almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra verður haldin milli klukkan 13 og 16 í dag. Sérstök áhersla verður lögð á öryggis- og varnarmálahlutverk almannavarnadeildarinnar. Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 16.10.2025 13:02 Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands. Innlent 16.10.2025 12:33 Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sænski herinn hefur í morgun fylgt rússneskum kafbáti á Eystrasalti. Bæði skip og þota sænska hersins fylgja kafbátnum sem í gær sigldi inn Eystrasalt um Stórabelti að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sænska hernum í morgun. Erlent 15.10.2025 08:02 Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. Innlent 14.10.2025 21:21 „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14.10.2025 15:44 Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Innlent 11.10.2025 20:04 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 21 ›
Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ bandalagsins í Atlantshafi eftir fund hans og forsætisráðherra í dag. Honum þótti mikið koma til heimsóknar sinnar á öryggissvæðið við Keflavíkurflugvöll. Innlent 27.11.2025 15:23
Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er mætti á fund Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðið klukkan eitt í dag. Þau svara spurningum blaðamanna á blaðamannafundi klukkan 14:25 í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 27.11.2025 13:24
Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Innlent 27.11.2025 12:51
Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. Innlent 27.11.2025 06:32
Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Í meðförum Alþingis eru, eða eru væntanleg, mörg þingmál sem tengjast þjóðaröryggi, almannavörnum og öryggis- og varnarmálum. Skoðun 26.11.2025 10:30
Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Ný öryggis- og varnarstefna Íslands er nauðsynlegt skref – en ekki nægjanlegt. Skoðun 26.11.2025 07:47
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Tillaga utanríkisráðherra um nýja stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum markar afgerandi stefnubreytingu fyrir ríki sem hefur lengi lagt sig fram um friðsamlega samskiptaleið og alþjóðlega samvinnu. Við teljum mikilvægt að staldra við, því hér er ekki um tæknilegt stefnumótunarskjal að ræða heldur grundvallarviðsnúning í sjálfsmynd okkar sem friðarþjóðar. Skoðun 25.11.2025 18:02
Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Innlent 25.11.2025 12:51
Trump býður upp á uppskrift að stríði og spillingu – ekki friði 28 punkta „friðaráætlunin“ sem Bandaríkin og Rússland vilja þröngva upp á Úkraínu og Evrópu er rangnefni. Þetta er engin friðaráætlun. Hún er þess í stað upplegg sem veikir Úkraínu, skapar sundrung milli Bandaríkjanna og Evrópu og undirbýr jarðveginn fyrir stærra stríð í framtíðinni. Umræðan 22.11.2025 12:51
Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Ekki stendur til að auka hernaðarstuðning við Úkraínu á næsta ári þótt gert sé ráð fyrir að útgjöld Íslands til öryggis- og varnarmála hækki um einn og hálfan milljarð á milli ára. Útgjöld Íslands komast ekki á blað í samanburði við önnur bandalagsríki en forsætisráðherra gerir ráð fyrir að framlag Íslands verði rætt í heimsókn framkvæmdastjóra NATO til landsins í næstu viku. Vinna stendur yfir á vettvangi NATO sem og hér innanlands við að skilgreina hvaða útgjöld megi telja til 1,5% framlags bandalagsríkja af vergri landsframleiðslu til að efla varnir og viðnámsþrótt. Innlent 21.11.2025 20:33
„Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Fulltrúar bandarískra og rússneskra stjórnvalda hafa hafa útbúið friðartillögur í 28 liðum til að enda stríðið í Úkraínu. Skoðun 21.11.2025 15:17
Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Hvorki íslensk lög né alþjóðasamningar sem Ísland á aðild að veita yfirvöldum hér heimild til þess að granda skipum á hafsvæðinu við landið eingöngu vegna gruns um fíkniefnasmygl. Bandaríkjastjórn hefur sprengt upp fjölda báta og drepið tugi manna í árásum á meinta smyglbáta að undanförnu. Innlent 20.11.2025 07:01
„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32
Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17.11.2025 13:15
Mark Rutte heimsækir Ísland Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024. Innlent 17.11.2025 09:14
Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Innlent 14.11.2025 20:12
Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. Erlent 9.11.2025 21:51
Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september. Erlent 6.11.2025 07:34
Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Innlent 4.11.2025 13:09
Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Erlent 30.10.2025 11:57
Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Norðurlöndin hafa verið leiðarljós lýðræðis og mannréttinda í heiminum en sameiginlegum gildum þeirra er nú ógnað, að mati Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra. Viðræður Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarsamstarf eru sagðar ganga vel. Innlent 28.10.2025 11:39
Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er komin til hafnar á Akureyri. Heimsóknin er liður í „yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans í Norður-Atlantshafi. Innlent 26.10.2025 19:36
Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september. Innlent 24.10.2025 08:11
Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins. Innlent 19.10.2025 21:18
Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Árleg ráðstefna almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra verður haldin milli klukkan 13 og 16 í dag. Sérstök áhersla verður lögð á öryggis- og varnarmálahlutverk almannavarnadeildarinnar. Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á Vísi. Innlent 16.10.2025 13:02
Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands. Innlent 16.10.2025 12:33
Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sænski herinn hefur í morgun fylgt rússneskum kafbáti á Eystrasalti. Bæði skip og þota sænska hersins fylgja kafbátnum sem í gær sigldi inn Eystrasalt um Stórabelti að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sænska hernum í morgun. Erlent 15.10.2025 08:02
Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Dönsk stjórnvöld hafa í samráði við Grænlendinga tilkynnt um stóraukin hernaðarútgjöld vegna Grænlands og norðurslóða. Ákvörðunin þýðir miklar framkvæmdir á næstu árum í þessu næsta nágrannalandi Íslands og aukna viðveru herflugvéla og herskipa. Innlent 14.10.2025 21:21
„Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Bandaríkjaforseta ekki enn hafa orðið við beiðni um fund. Kristrún segist þó hafa hitt Trump í tvígang og hann væri „mjög meðvitaður“ um frekara varnarsamstarf. Trump væri velkominn til landsins og hann hefði tekið vel í mögulegan fund. Innlent 14.10.2025 15:44
Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Innlent 11.10.2025 20:04
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent