Miðflokkurinn

Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Listi Mið­flokksins fær blendnar við­tökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“

Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli.

Innlent
Fréttamynd

Fjóla Hrund leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík suður

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í kvöld, 26. júlí. Listinn var samþykktur með 74 prósentum greiddra atkvæða en Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, leiðir listann.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn vill gera sig kven­legri

Unnið er að því að laga ásýnd Miðflokksins í átt að auknu jafnræði kynjanna. Annað kvöld mun liggja fyrir hvort Karl Gauti Hjaltason leiði listann í Suðvesturkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum

Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni.

Innlent
Fréttamynd

Á­tökin komu Fjólu í opna skjöldu

„Þetta kom mér svona bæði og á óvart en ég er bara mjög spennt fyrir framhaldinu og að feta mig áfram í þessu nýja hlutverki,“ segir Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Birgir og Erna leiða lista Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur segist leysa pattstöðu með því að bjóða sig ekki fram

Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Ólafur Ísleifsson alþingismaður býður sig ekki fram á listanum, að eigin sögn svo leysa megi pattstöðu sem upp var komin.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn boðar odd­vita­kjör í Reykja­vík

Stjórn Miðflokksins í Reykjavík hefur tekið ákvörðun um að boða til oddvitakjörs í Reykjavíkurkjördæmi suður eftir að tillaga uppstillinganefndar að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi síðastliðinn fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór sækist eftir endur­kjöri

Framboðslisti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi flokksins á fimmtudaginn. Bergþór Ólason, þingmaður leiðir listann í kjördæminu en hann var einnig oddviti flokksins í kjördæminu á síðasta kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Tveir loddarar lofa vegi

Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórði orku­pakkinn, grænir skattar og kyn ofar­lega í huga Sig­mundar Davíðs

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut fái forgang

Teppurnar í umferðinni má rekja til ákvarðana stjórnvalda. Síðustu tíu árin hefur ríkt stöðvun á framkvæmdum í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.