Sveitarstjórnarmál

Skipulagsmál efst í huga borgarbúa fyrir kosningar
Skipulagsmál vega þyngst í huga Reykvíkinga í kosningunum samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar. Í samanburði við önnur sveitarfélög eru þeir óánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins. Á landsbyggðinni eru atvinnumálin aftur á móti efst í huga kjósenda.

Minnkum báknið og fækkum borgarfulltrúum
Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018.

Við erum á krossgötum
Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður!

Margfalt minni sveitarfélög skiluðu mun meiri fjármunum en borgin í fyrra
Einungis tvö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins skiluðu minna veltufé frá rekstri í fyrra en Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin sé langstærsta sveitarfélagið.

„Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er í dag“
Ef nægt rafmagn verður ekki tryggt til Súðavíkur á næstu tveimur árum mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins sem á að rísa þar keyrð á jarðefnaeldsneyti. Sveitarstjóri segir ríkið verða að bæta raforkumál svæðisins, annað væri galið. Orkumálaráðherra segir ljóst að forgangsraða þurfi verkefnum til að flýta fyrir orkuskiptum. Allt verði gert til að koma í veg fyrir að brenna jarðefnaeldsneyti.

Aðeins eitt sem kemst að hjá Súðvíkingum fyrir kosningar
Það er aðeins eitt sem Súðvíkingar vilja á næsta kjörtímabili - göng. Sveitarfélagið segir skilið við flokkakerfið og velur í kosningum þá fimm í sveitarfélaginu sem eru best til þess fallnir að stjórna bænum og fá ríkið til að leggja göngin.

Aðalsteinn frá Byggðastofnun í skrifstofustjóra Sigurðar Inga
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Samtök iðnaðarins taka vel í tillögu um frystingu fasteignaskatta
Samtök iðnaðarins fagna hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að frysta fasteignaskatta enda hafi ör hækkun fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði verið langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins.

„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“
Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili.

Börn að meðaltali 17,5 mánaða þegar þau komast á leikskóla
Fæst sveitarfélög landsins tryggja börnum leikskólapláss þegar þau ná tólf mánaða aldri þegar hefðbundnu fæðingarorlofi foreldra lýkur. Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau komast inn á leikskóla.

Engin stemming fyrir sameiningu á Seltjarnarnesi
Hart var sótt að nýjum oddvita Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í fjörugum pallborðsumræðum á Vísi.

Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“
Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar.

Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum
Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum.

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum
Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns
Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á.

Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku
Með þéttingu byggðar skapast ný tækifæri fyrir fjárfestingar í hverfunum okkar. Fólksfækkun er snúið við með því að fá inn nýjar íbúðir, fleiri íbúa - fjölbreytt fólk og fjölskyldur. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð.

Þungt launaskrið í borginni og veltufé frá rekstri fer þverrandi
Launahlutfallið í A-hluta Reykjavíkurborgar er komið upp í 60 prósent eftir að launakostnaður fór töluvert fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Þetta má lesa úr nýbirtum ársreikningi Reykjavíkurborgar.

Borgarlínan og Sjálfstæðisflokkurinn
Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl.

Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi
Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu.

Þjónar lýðræðisins
Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá.