Skagafjörður

Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Breytt for­gangs­röðun jarð­ganga

Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Fljótagöng sett í for­gang

Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum með stórt sár á sálinni“

Ellefu manna fjölskylda slapp lygilega vel úr alvarlegu bílslysi á Þverárfjallsvegi á leið sinni úr skírnarveislu á Sauðarkróki. Fjölskyldan sem taldi afa og ömmu, þrjú uppkomin börn þeirra og fjögur barnabörn þeirra ferðaðist á tveimur bílum, einn fyrir framan annan, þegar bíll þveraði veginn og skall á bílunum tveimur með þeim afleiðingum að báðir fóru út af og annar valt.

Innlent
Fréttamynd

Allir bílarnir ó­nýtir og mildi að ekki fór verr

Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn.

Innlent
Fréttamynd

Á­köf undirskriftakeppni hafin vegna jarð­ganga

Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Stöndum vörð um Héraðsvötnin!

Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, gagnrýni ég harðlega tillögu um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“

Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt.

Innlent
Fréttamynd

Riða stað­fest á Kirkjuhóli

Hefðbundin riðuveiki í sauðfé hefur verið staðfest á bænum Kirkjuhóli í Skagafirði. Grunur um riðuveiki vaknaði í síðustu viku hjá eigendum fjárins vegna dæmigerðra einkenna í einni þriggja vetra á og þeir höfðu umsvifalaust samband við Matvælastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsvötnin eru hjart­sláttur fjarðarins

Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magns­laust í öllum Skaga­firði

Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Skaga­firði úr vernd í bið en Urriða­foss í nýtingu

Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki.

Innlent