„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 22:06 Aron segir sárt að þurfa að horfa á eftir kindunum. Vísir/Vilhelm Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt. Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum. Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Grunur vaknaði um riðuveiki á Kirkjuhóli í síðustu viku og var sá grunur staðfestur af Matvælastofnun í gær. Niðurskurður er ekki hafinn en í tilkynningu MAST kemur fram að nokkur hluti fjárins á bænum sé með verndandi arfgerð gegn riðu sem þýðir að ekki þurfi að skera allt fé á bænum. Bóndinn á Kirkjuhóli telur að skera þurfi um 200 kindur. „Maður eiginlega vissi það um leið og maður sá kindina hvað þetta var þannig að þetta var þungt símtal að þurfa að hringja í Mast,“ sagði bóndinn Aron Pétursson í samtali við fréttastofu Sýnar. Huggun harmi gegn að þurfa ekki að byrja upp á nýtt Á Alþingi í dag mælti Sigurjón Þórðarson formaður atvinnuveganefndar fyrir frumvarpi sem heimilar ráðherra að skylda bændur til að rækta fé sem ónæmt sé fyrir riðu. Aron hefur markvisst unnið að ræktun fjár með ónæmi en segir sárt að þurfa að skera niður í hjörðinni. „Það er mjög sárt, maður er búinn að vera að rækta þetta fé í nokkur ár og þekkir hverja einustu kind. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim en það er huggun harmi gegn að það fær hluti af þeim að verða eftir og við þurfum ekki að byrja með nýjan stofn“ Fín samskipti við MAST Aron vonar að smitið dreifi sér ekki frekar en að uggur sé í fólki í sveitinni þó riðuveiki hafi reglulega komið upp þar um slóðir. „Ég vona að maður hafi náð að stoppa þetta strax í byrjun, það er ástæðan fyrir því að maður tilkynnti þetta strax. Maður vill ekki vera að dreifa þessu á fleiri hjarðir,“ sagði Aron og bætti við að samskipti hans við MAST hefðu verið fín hingað til og engu yfir að kvarta. „Auðvitað eru einhverjar kindur í miklu uppáhaldi Hann hefur stundað búskap á Kirkjuhóli síðan 2016 en ætlar að halda ótrauður áfram þrátt fyrir áfallið og þá miklu vinnu sem framundan er bæði í þrifum og ræktunarstarfi. „Nú þurfum við að taka nýjan vinkil í það,“ segir hann og að jafnframt muni hann aðeins nota arfhreina hrúta við ræktunina sem ónæmir eru fyrir riðuveikinni. Þá þurfi féð á bænum að vera í einangrun og má ekki blandast öðru fé næstu tvö árin. Fjárhagslegt tjón er óljóst enda stutt síðan smitið var staðfest. Tilfinningatjónið er hins vegar mikið, ekki síst hjá börnunum. „Þeir tóku þetta svolítið inn á sig þegar þeir fengu fréttirnar, þeir eru að átta sig á þessu. Auðvitað eru einhverjar kindur sem hafa verið í miklu uppáhaldi sem þurfa að fara en aðrar fá að vera. Það breytir stöðunni mikið að fá að halda eitthvað af fénu, að þurfa ekki að horfa á eftir allri hjörðinni fara,“ sagði Aron að lokum.
Dýraheilbrigði Riða í Skagafirði Matvælastofnun Skagafjörður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira