Fljótagöng sett í forgang Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. desember 2025 10:30 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Anton Brink Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlunina á blaðamannafundi sem hefst núna klukkan 10:30. Má fylgjast með honum í beinni á Vísi. Stofna nýtt innviðafélag Ríkisstjórnin kynnir samhliða samgönguáætluninni stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Ný samgönguáætlun er kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“ og hefur samkvæmt tilkynningu það að meginmarkmiði að laga vegi, hefja stórframkvæmdir og byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi. „Til þess að gera þessi markmið að veruleika hefur ríkisstjórnin tekið ákvarðanir sem varða meðal annars fjármögnun og forgangsröðun verkefna. Þá er samkomulag í höfn um stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum.“ Segir að hlutverk innviðafélags verði að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum, meðal annars jarðgöngum en stefnt er að því að undirbúningur við næstu jarðgöng hefjist á næsta ári og að byrjað verði að bora 2027. Félagið verði að fullu í eigu ríkisins og frumvarp um stofnun þess verði lagt fram á vorþingi. „Það er mikið ánægjuefni að kynna á sama tíma metnaðarfulla samgönguáætlun og stofnun innviðafélags. Samgönguáætlun er kjarninn í stefnumótun og fjármögnun í samgöngum. Innviðafélag bætir við nýrri vídd og veitir tækifæri til að ráðast í stór samgönguverkefni, einkum á landsbyggðinni, en annað félag var stofnað um uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyjólfur í tilkynningu. „Nú getum við brett upp ermar, ræst vélarnar, byggt brýr, lagað vegi og borað göng. Við leggjum ríka áherslu á að vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það verkefni hófst af krafti í sumar en nú hækkum við framlög til viðhalds verulega. Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og mikilvægt er að viðhalda þeim verðmætum.“ Forgangsröð jarðganga 1 – Fljótagöng (5,2 km) – Efst í forgangslista vegna sérstaklega hættulegrar náttúruvár. Tengir Siglufjörð og Fljótin og leysa Strákagöng af hólmi. 2-3 – Fjarðagöng (5,4 km + 7 km) – Tvenn göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (5,4 km) og frá Mjóafirði til Norðfjarðar (7 km). Rýfur vetrareinangrun Seyðisfjarðar og eflir samfélag á Austurlandi. 2-3 – Súðavíkurgöng (nokkrir valkostir) – Tengir Súðavík og Ísafjörð og leysir af hólmi leið með grjóthrun og snjóflóðahættu. 4 – Miklidalur og Hálfdán (nokkrir valkostir) – Tengir þrjá byggðakjarna Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Eftirtalin jarðgöng eða svæði eru áfram til nánari skoðunar: Fjarðarheiðargöng, Hvalfjarðargöng II, göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, Breiðadalsleggur (breikkun), Klettsháls, Gemlufallsheiði, Öxnadalsheiði, Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði, Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng. Framlög í viðhald vega hækki um helming Í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnir í dag er lögð áhersla á kraftmiklar og arðsamar framkvæmdir um land allt sem efla umferðaröryggi, greiða fyrir umferð, stytta tengingar milli byggða og atvinnusvæða og bæta lífsgæði íbúa. Unnið verði að mikilvægum framkvæmdum á innanlandsflugvöllum og við hafnir landsins og áfram er stutt við almenningssamgöngur. Segir í tilkynningunni að einnig verði stefnt að því að tryggja farnetssamband á stofnvegum og helstu tengivegum. Loks er kynnt ný jarðgangaáætlun en þar eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að framlög til viðhalds vega muni stóraukast í nýrri samgönguáætlun. Síðustu ár hafi framlög verið um 12-13 milljarðar króna á ári en hækki í 17,5 milljarða árið 2026 og 20 milljarðaá ári frá og með 2027. Þetta jafngildi helmingshækkun til viðhalds vega og með því sé uppsöfnun innviðaskuldar í vegakerfinu stöðvuð. Ríkisstjórn samþykkti í sumar að leggja þrjár milljarða til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025 sem jafngilti 25% aukningu. Framkvæmdir hafi þegar skilað miklum árangri. Útrýma áfram einbreiðum brúm Þessu til viðbótar verði vetrarþjónusta á vegum fjármögnuð til að geta veitt nauðsynlega þjónustu hverju sinni. Fjárveiting til vetrarþjónustu á fyrsta tímabili áætlunarinnar verði aukin um tæpa 14 milljarða kr. frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023. „Öryggi í samgönguinnviðum er mikilvægasta markmið hverrar samgönguáætlunar.Áfram verður unnið að því markmiði að útrýma einbreiðum brúm á Hringveginum og gert er ráð fyrir að þetta markmið náist á tímabili samgönguáætlunar. Einbreiðum brúm mun raunar fækka strax um þrjár þegar brú yfir Hornafjarðarfljót opnar snemma árs 2026. Einnig er lögð mikil áhersla á verkefni þar sem akstursstefnur verða aðskildar á fjölförnum leiðum, m.a. út frá höfuðborgarsvæðinu. Loks verður haldið áfram að fækka malarvegum en með fjárveitingum á tímabili samgönguáætlunar er hægt að leggja bundið slitlag á 460 km af vegum.“ Áfram verði unnið að fjölmörgum verkefnum í takt við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Meðal helstu verkefna sáttmálans eru uppbygging innviða Borgarlínunnar, Miklubrautargöng, stokkar á Sæbraut og í Garðabæ og Reykjanesbraut milli Setbergs og Álftanesvegar. Þá munu framkvæmdir við Sundabraut hefjast á kjörtímabilinu. Samgönguáætlun sem sé fjármögnu ólíkt forverum Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að dagurinn í dag sé gleðidagur. Það séu stór pólitísk tíðindi að samgönguáætlun hafi verið lögð fram sem sé fjármögnuð ólíkt fyrri samgönguáætlun. „Þar sem forgangslisti jarðganga og annarra stærri framkvæmda var í raun ófjármagnaður óskalisti. Og það er viðeigandi að yfirskriftin á kynningu innviðaráðherra sé „Ræsum vélarnar“. Því við lögum vegina með stórauknu framlagi til viðhalds vega og nú byrjum við aftur að bora jarðgöng á Íslandi,“ segir Kristrún. „Við erum að stíga mikilvægt skref með þessum áformum. Sérstakt innviðafélag getur stutt við innleiðingu nýrra og hagfelldari leiða, bæði í fjármögnun og stjórnun stærri framkvæmda. Ef vel tekst til getur það líka orðið til þess að flýta uppbyggingu í samgöngum,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Forsenda árangurs er öguð vinnubrögð þegar kemur að fjármögnun, skipulagningu og verkefnastjórnun. Innviðafélagið verður sjálfstætt og mun aðeins taka að sér framkvæmdir að tilteknum skilyrðum uppfylltum, t.d. varðandi stærð verkefna og eiginfjárframlag eða aðra tryggingu.“ Fyrsta verkefni félagsins verði Ölfusárbrú Segir í tilkynningunni að ríkisstjórnin hefur samþykkt að stofna innviðafélag til að flýta stærri samgönguframkvæmdum og tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun þeirra til lengri tíma. Þetta samkomulag er afrakstur greiningarvinnu sem hefur farið fram á vegum þriggja ráðuneyta síðustu mánuði – forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis. Frumvarp um stofnun innviðafélags verður lagt fram á vorþingi. Innviðafélagið verður sjálfstætt félag og verður að fullu í eigu ríkisins. Félagið mun geta tekið að sér fjármögnun og eignarhald samgöngumannvirkja á grundvelli samnings við stjórnvöld. Þannig er stefnt að því að tryggja samfellu og aukinn fyrirsjáanleika í útgjöldum ríkisins til stærri samgönguframkvæmda, svo sem til jarðgangagerðar. Stoðir í fjármögnun félagsins verða meðal annars árlegt eiginfjárframlag samkvæmt samningi við ríkið, gjaldtaka af samgöngumannvirkjum í eigu félagsins og lánsfjármögnun með ríkisábyrgð með endurlánum. Einnig getur komið til fjárfesting lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta. Stefnt er að því að félagið geti tekið við tilteknum samgönguinnviðum sem þegar eru til staðar eða í byggingu. Ráðgert er að fyrstu verkefni félagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut, Fljótagöng og næstu jarðgöng samkvæmt samgönguáætlun. Erfið ákvörðun Með samgönguáætlun sé sett fram áætlun um uppbyggingu jarðganga með áherslu á öryggi og arðsemi. Sett er fram ný forgangsröðun með fjórum verkefnum, alls sex jarðgöngum, en ellefu aðrir jarðgangakostir verða áfram til nánari skoðunar. Stefnt er að því að undirbúningur vegna næstu jarðganga hefjist á árinu 2026 og framkvæmdir hefjist í upphafi árs 2027. Jarðgöng eru víða eina leiðin til að tryggja góðar heilsársvegasamgöngur milli byggða. Jarðgöng auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma, efla atvinnusvæði og styrkja byggðaþróun. Samkvæmt nýrri samanburðargreiningu (RHA) á jarðgangakostum á Austurlandi er samfélagslegur ábati Fjarðaganga umtalsvert meiri en Fjarðarheiðaganga. Það helgast fyrst og fremst af styttingu ferðatíma milli byggðarlaga á svæðinu. Eftir sem áður munu Fjarðagöng rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og í leiðinni opna inn í Mjóafjörð. Af þeim sökum er lagt til í tillögu að samgönguáætlun að rannsóknum og undirbúningi Fjarðaganga verði hraðað eins og kostur er og framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng frestað. Helstu kostir Fjarðaganga Rýfur vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Tengja Seyðisfjörð við Mjóafjörð og Norðfjörð. Opnar Mjóafjörð fyrir heilsárssamgöngum. Ferðatími milli helstu byggðarlaga á Austurlandi styttast til mikilla muna Styttir ferðatíma til að sækja heilbrigðisþjónustu á héraðssjúkrahúsið í Neskaupstað. Hringtenging eflir samfélagið á Mið-Austurlandi. „Þetta var erfið ákvörðun en hér er einnig um mikla þjóðhagslega hagsmuni er að ræða. Við verðum að horfast í augu við það að samfélagslegur ábati af Fjarðagöngum er talinn talsvert meiri í heildina fyrir samfélagið á Austurlandi. Af þessum sökum var ekki talið fjárhagslega forsvaranlegt að byrja á Fjarðarheiðargöngum. Þau eru á hinn bóginn enn á skoðunarlista,“ segir Eyjólfur Ármannsson.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlunina á blaðamannafundi sem hefst núna klukkan 10:30. Má fylgjast með honum í beinni á Vísi. Stofna nýtt innviðafélag Ríkisstjórnin kynnir samhliða samgönguáætluninni stofnun innviðafélags um stærri samgönguframkvæmdir. Ný samgönguáætlun er kynnt undir yfirskriftinni „Ræsum vélarnar“ og hefur samkvæmt tilkynningu það að meginmarkmiði að laga vegi, hefja stórframkvæmdir og byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi. „Til þess að gera þessi markmið að veruleika hefur ríkisstjórnin tekið ákvarðanir sem varða meðal annars fjármögnun og forgangsröðun verkefna. Þá er samkomulag í höfn um stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum.“ Segir að hlutverk innviðafélags verði að hraða fjárfestingum í þjóðhagslega mikilvægum samgöngumannvirkjum, meðal annars jarðgöngum en stefnt er að því að undirbúningur við næstu jarðgöng hefjist á næsta ári og að byrjað verði að bora 2027. Félagið verði að fullu í eigu ríkisins og frumvarp um stofnun þess verði lagt fram á vorþingi. „Það er mikið ánægjuefni að kynna á sama tíma metnaðarfulla samgönguáætlun og stofnun innviðafélags. Samgönguáætlun er kjarninn í stefnumótun og fjármögnun í samgöngum. Innviðafélag bætir við nýrri vídd og veitir tækifæri til að ráðast í stór samgönguverkefni, einkum á landsbyggðinni, en annað félag var stofnað um uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eyjólfur í tilkynningu. „Nú getum við brett upp ermar, ræst vélarnar, byggt brýr, lagað vegi og borað göng. Við leggjum ríka áherslu á að vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Það verkefni hófst af krafti í sumar en nú hækkum við framlög til viðhalds verulega. Vegakerfið er ein stærsta eign íslenska ríkisins og mikilvægt er að viðhalda þeim verðmætum.“ Forgangsröð jarðganga 1 – Fljótagöng (5,2 km) – Efst í forgangslista vegna sérstaklega hættulegrar náttúruvár. Tengir Siglufjörð og Fljótin og leysa Strákagöng af hólmi. 2-3 – Fjarðagöng (5,4 km + 7 km) – Tvenn göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (5,4 km) og frá Mjóafirði til Norðfjarðar (7 km). Rýfur vetrareinangrun Seyðisfjarðar og eflir samfélag á Austurlandi. 2-3 – Súðavíkurgöng (nokkrir valkostir) – Tengir Súðavík og Ísafjörð og leysir af hólmi leið með grjóthrun og snjóflóðahættu. 4 – Miklidalur og Hálfdán (nokkrir valkostir) – Tengir þrjá byggðakjarna Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Eftirtalin jarðgöng eða svæði eru áfram til nánari skoðunar: Fjarðarheiðargöng, Hvalfjarðargöng II, göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, Breiðadalsleggur (breikkun), Klettsháls, Gemlufallsheiði, Öxnadalsheiði, Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði, Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng. Framlög í viðhald vega hækki um helming Í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnir í dag er lögð áhersla á kraftmiklar og arðsamar framkvæmdir um land allt sem efla umferðaröryggi, greiða fyrir umferð, stytta tengingar milli byggða og atvinnusvæða og bæta lífsgæði íbúa. Unnið verði að mikilvægum framkvæmdum á innanlandsflugvöllum og við hafnir landsins og áfram er stutt við almenningssamgöngur. Segir í tilkynningunni að einnig verði stefnt að því að tryggja farnetssamband á stofnvegum og helstu tengivegum. Loks er kynnt ný jarðgangaáætlun en þar eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að framlög til viðhalds vega muni stóraukast í nýrri samgönguáætlun. Síðustu ár hafi framlög verið um 12-13 milljarðar króna á ári en hækki í 17,5 milljarða árið 2026 og 20 milljarðaá ári frá og með 2027. Þetta jafngildi helmingshækkun til viðhalds vega og með því sé uppsöfnun innviðaskuldar í vegakerfinu stöðvuð. Ríkisstjórn samþykkti í sumar að leggja þrjár milljarða til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025 sem jafngilti 25% aukningu. Framkvæmdir hafi þegar skilað miklum árangri. Útrýma áfram einbreiðum brúm Þessu til viðbótar verði vetrarþjónusta á vegum fjármögnuð til að geta veitt nauðsynlega þjónustu hverju sinni. Fjárveiting til vetrarþjónustu á fyrsta tímabili áætlunarinnar verði aukin um tæpa 14 milljarða kr. frá tillögu að samgönguáætlun haustið 2023. „Öryggi í samgönguinnviðum er mikilvægasta markmið hverrar samgönguáætlunar.Áfram verður unnið að því markmiði að útrýma einbreiðum brúm á Hringveginum og gert er ráð fyrir að þetta markmið náist á tímabili samgönguáætlunar. Einbreiðum brúm mun raunar fækka strax um þrjár þegar brú yfir Hornafjarðarfljót opnar snemma árs 2026. Einnig er lögð mikil áhersla á verkefni þar sem akstursstefnur verða aðskildar á fjölförnum leiðum, m.a. út frá höfuðborgarsvæðinu. Loks verður haldið áfram að fækka malarvegum en með fjárveitingum á tímabili samgönguáætlunar er hægt að leggja bundið slitlag á 460 km af vegum.“ Áfram verði unnið að fjölmörgum verkefnum í takt við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Meðal helstu verkefna sáttmálans eru uppbygging innviða Borgarlínunnar, Miklubrautargöng, stokkar á Sæbraut og í Garðabæ og Reykjanesbraut milli Setbergs og Álftanesvegar. Þá munu framkvæmdir við Sundabraut hefjast á kjörtímabilinu. Samgönguáætlun sem sé fjármögnu ólíkt forverum Haft er eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að dagurinn í dag sé gleðidagur. Það séu stór pólitísk tíðindi að samgönguáætlun hafi verið lögð fram sem sé fjármögnuð ólíkt fyrri samgönguáætlun. „Þar sem forgangslisti jarðganga og annarra stærri framkvæmda var í raun ófjármagnaður óskalisti. Og það er viðeigandi að yfirskriftin á kynningu innviðaráðherra sé „Ræsum vélarnar“. Því við lögum vegina með stórauknu framlagi til viðhalds vega og nú byrjum við aftur að bora jarðgöng á Íslandi,“ segir Kristrún. „Við erum að stíga mikilvægt skref með þessum áformum. Sérstakt innviðafélag getur stutt við innleiðingu nýrra og hagfelldari leiða, bæði í fjármögnun og stjórnun stærri framkvæmda. Ef vel tekst til getur það líka orðið til þess að flýta uppbyggingu í samgöngum,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Forsenda árangurs er öguð vinnubrögð þegar kemur að fjármögnun, skipulagningu og verkefnastjórnun. Innviðafélagið verður sjálfstætt og mun aðeins taka að sér framkvæmdir að tilteknum skilyrðum uppfylltum, t.d. varðandi stærð verkefna og eiginfjárframlag eða aðra tryggingu.“ Fyrsta verkefni félagsins verði Ölfusárbrú Segir í tilkynningunni að ríkisstjórnin hefur samþykkt að stofna innviðafélag til að flýta stærri samgönguframkvæmdum og tryggja fyrirsjáanleika í fjármögnun þeirra til lengri tíma. Þetta samkomulag er afrakstur greiningarvinnu sem hefur farið fram á vegum þriggja ráðuneyta síðustu mánuði – forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis. Frumvarp um stofnun innviðafélags verður lagt fram á vorþingi. Innviðafélagið verður sjálfstætt félag og verður að fullu í eigu ríkisins. Félagið mun geta tekið að sér fjármögnun og eignarhald samgöngumannvirkja á grundvelli samnings við stjórnvöld. Þannig er stefnt að því að tryggja samfellu og aukinn fyrirsjáanleika í útgjöldum ríkisins til stærri samgönguframkvæmda, svo sem til jarðgangagerðar. Stoðir í fjármögnun félagsins verða meðal annars árlegt eiginfjárframlag samkvæmt samningi við ríkið, gjaldtaka af samgöngumannvirkjum í eigu félagsins og lánsfjármögnun með ríkisábyrgð með endurlánum. Einnig getur komið til fjárfesting lífeyrissjóða eða annarra fjárfesta. Stefnt er að því að félagið geti tekið við tilteknum samgönguinnviðum sem þegar eru til staðar eða í byggingu. Ráðgert er að fyrstu verkefni félagsins verði Ölfusárbrú, Sundabraut, Fljótagöng og næstu jarðgöng samkvæmt samgönguáætlun. Erfið ákvörðun Með samgönguáætlun sé sett fram áætlun um uppbyggingu jarðganga með áherslu á öryggi og arðsemi. Sett er fram ný forgangsröðun með fjórum verkefnum, alls sex jarðgöngum, en ellefu aðrir jarðgangakostir verða áfram til nánari skoðunar. Stefnt er að því að undirbúningur vegna næstu jarðganga hefjist á árinu 2026 og framkvæmdir hefjist í upphafi árs 2027. Jarðgöng eru víða eina leiðin til að tryggja góðar heilsársvegasamgöngur milli byggða. Jarðgöng auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma, efla atvinnusvæði og styrkja byggðaþróun. Samkvæmt nýrri samanburðargreiningu (RHA) á jarðgangakostum á Austurlandi er samfélagslegur ábati Fjarðaganga umtalsvert meiri en Fjarðarheiðaganga. Það helgast fyrst og fremst af styttingu ferðatíma milli byggðarlaga á svæðinu. Eftir sem áður munu Fjarðagöng rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og í leiðinni opna inn í Mjóafjörð. Af þeim sökum er lagt til í tillögu að samgönguáætlun að rannsóknum og undirbúningi Fjarðaganga verði hraðað eins og kostur er og framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng frestað. Helstu kostir Fjarðaganga Rýfur vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Tengja Seyðisfjörð við Mjóafjörð og Norðfjörð. Opnar Mjóafjörð fyrir heilsárssamgöngum. Ferðatími milli helstu byggðarlaga á Austurlandi styttast til mikilla muna Styttir ferðatíma til að sækja heilbrigðisþjónustu á héraðssjúkrahúsið í Neskaupstað. Hringtenging eflir samfélagið á Mið-Austurlandi. „Þetta var erfið ákvörðun en hér er einnig um mikla þjóðhagslega hagsmuni er að ræða. Við verðum að horfast í augu við það að samfélagslegur ábati af Fjarðagöngum er talinn talsvert meiri í heildina fyrir samfélagið á Austurlandi. Af þessum sökum var ekki talið fjárhagslega forsvaranlegt að byrja á Fjarðarheiðargöngum. Þau eru á hinn bóginn enn á skoðunarlista,“ segir Eyjólfur Ármannsson.
Forgangsröð jarðganga 1 – Fljótagöng (5,2 km) – Efst í forgangslista vegna sérstaklega hættulegrar náttúruvár. Tengir Siglufjörð og Fljótin og leysa Strákagöng af hólmi. 2-3 – Fjarðagöng (5,4 km + 7 km) – Tvenn göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar (5,4 km) og frá Mjóafirði til Norðfjarðar (7 km). Rýfur vetrareinangrun Seyðisfjarðar og eflir samfélag á Austurlandi. 2-3 – Súðavíkurgöng (nokkrir valkostir) – Tengir Súðavík og Ísafjörð og leysir af hólmi leið með grjóthrun og snjóflóðahættu. 4 – Miklidalur og Hálfdán (nokkrir valkostir) – Tengir þrjá byggðakjarna Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Eftirtalin jarðgöng eða svæði eru áfram til nánari skoðunar: Fjarðarheiðargöng, Hvalfjarðargöng II, göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, Breiðadalsleggur (breikkun), Klettsháls, Gemlufallsheiði, Öxnadalsheiði, Reynisfjall, Lónsheiði, Hellisheiði, Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Byggðamál Skagafjörður Fjallabyggð Ný Ölfusárbrú Múlaþing Fjarðabyggð Árborg Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira