„Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. október 2025 12:15 Hrönn Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Vísir/Vilhelm/Einar Forstjóri Matvælastofnunar segir það mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að rækta fé með verndandi arfgerð gagnvart riðu. Riða greindist á bæ í Skagafirði í gær en ekki þarf að skera niður allt fé á bænum. Riðuveiki í sauðfé var staðfest á bænum Kirkjuhóli rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði í gær. Grunur vaknaði um smit í síðustu viku vegna einkenna hjá þriggja vetra á en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin og flutningsbann sett á. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir stofnunina vera í samskiptum við ábúendur um næstu skref. „Það er unnin niðurskurðaráætlum með ábúendum og þeir geta í raun stýrt því töluvert sjálfir hversu mikið þeir vilja halda eftir. Sömuleiðis hefur verið unnin sótthreinsiáætlun fyrir býlið, hversu mikið þarf að hreinsa og fara í jarðvegsskipti,“ sagði Hrönn í samtali við fréttastofu Sýnar. Niðurskurður í samstarfi við ábúendur „Við erum enn að vinna faraldsfræðilegarannsókn varðandi hversu mikið fé hefur farið á aðra bæi. Þegar niðurskurðaráætlun er tilbúin þá verður þá er framkvæmdur niðurskurður á því sem verður fellt og það er gert í samstarfi við ábúendur og þegar því er lokið þá hefst hreinsun. Bærinn er settur í einangrun og það fé sem eftir er á bænum þarf að vera afgirt inni á bænum í ákveðinn tíma,“ bætti Hrönn við. Í tilkynningu MAST frá því í gær segir að send hafi verið tilmæli til ráðherra um að fyrirskipa niðurskurð en hluti fjársins á bænum er með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrönn segir ræktun á sauðfé með verndandi argerð hafi breytt miklu fyrir bændur. „Þá er möguleiki að hlífa því fé og það fé verður ekki skorið niður. Þarna sést árangur meðal annars þessara bænda að taka inn þessa ræktun inn í sinn hóp og það er að gagnast þeim að ákveðnu leyti núna. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að leggja áherslu á ræktun á sauðfé sem hefur verndandi arfgerð gagnvart riðu.“ Áfall fyrir ábúendur, sveitarfélagið og alla sveitina í kring Hún segir að þegar upp komi riða sé það áfall og erfitt verkefni fyrir alla sem að því koma. „Það er alltaf gríðarlegt áfall þegar upp kemur riða og sérstaklega hjá ábúendum, öllu sveitarfélaginu og allri sveitinni þarna í kring. Þetta er sjúkdómur sem snertir ekki bara einn bæ heldur allt samfélagið þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Þetta er sömuleiðis erfitt fyrir starfsmenn Matvælastofnunar sem standa í þessum niðurskurði. Þetta er verkefni sem við munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi.“ Frumvarp á dagskrá í dag Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra segir það sárt að býli þurfi enn og aftur að skera niður fé með töluverðu tjóni. „Ég veit að þetta er mjög mikið tilfinningalegt áfall fyrir bændur að lenda í þessu þannig að mig tekur þetta mjög sárt. Matvælastofnun er að skoða núnar þessar faraldsfræðilegu aðstæður og hvort smitið hafi farið víðar. Við vonum auðvitað að svo sé ekki og svo má líka segja að það jákvæða að á þessu býli sem um ræðir þá hafa þau verið dugleg að rækta upp stofn með verndandi geni þannig að það þarf ekki að skera niður,“ sagði Hanna Katrín í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún segir að frumvarp tengt málinu verði til umræðu á Alþingi í dag. „Það jákvæða er að frumvarp mitt um riðu, það er að segja að það gerist hratt að verndandi genið breiðist út, það er á dagskrá í dag,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Riða í Skagafirði Sauðfé Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Riðuveiki í sauðfé var staðfest á bænum Kirkjuhóli rétt utan við Varmahlíð í Skagafirði í gær. Grunur vaknaði um smit í síðustu viku vegna einkenna hjá þriggja vetra á en í tilkynningu Matvælastofnunar segir að kindin hafi verið aflífuð, sýni tekin og flutningsbann sett á. Hrönn Jörundsdóttir forstjóri MAST segir stofnunina vera í samskiptum við ábúendur um næstu skref. „Það er unnin niðurskurðaráætlum með ábúendum og þeir geta í raun stýrt því töluvert sjálfir hversu mikið þeir vilja halda eftir. Sömuleiðis hefur verið unnin sótthreinsiáætlun fyrir býlið, hversu mikið þarf að hreinsa og fara í jarðvegsskipti,“ sagði Hrönn í samtali við fréttastofu Sýnar. Niðurskurður í samstarfi við ábúendur „Við erum enn að vinna faraldsfræðilegarannsókn varðandi hversu mikið fé hefur farið á aðra bæi. Þegar niðurskurðaráætlun er tilbúin þá verður þá er framkvæmdur niðurskurður á því sem verður fellt og það er gert í samstarfi við ábúendur og þegar því er lokið þá hefst hreinsun. Bærinn er settur í einangrun og það fé sem eftir er á bænum þarf að vera afgirt inni á bænum í ákveðinn tíma,“ bætti Hrönn við. Í tilkynningu MAST frá því í gær segir að send hafi verið tilmæli til ráðherra um að fyrirskipa niðurskurð en hluti fjársins á bænum er með verndandi arfgerð gegn riðu. Hrönn segir ræktun á sauðfé með verndandi argerð hafi breytt miklu fyrir bændur. „Þá er möguleiki að hlífa því fé og það fé verður ekki skorið niður. Þarna sést árangur meðal annars þessara bænda að taka inn þessa ræktun inn í sinn hóp og það er að gagnast þeim að ákveðnu leyti núna. Þetta er gríðarlega mikilvægt verkefni fyrir íslenska sauðfjárbændur að leggja áherslu á ræktun á sauðfé sem hefur verndandi arfgerð gagnvart riðu.“ Áfall fyrir ábúendur, sveitarfélagið og alla sveitina í kring Hún segir að þegar upp komi riða sé það áfall og erfitt verkefni fyrir alla sem að því koma. „Það er alltaf gríðarlegt áfall þegar upp kemur riða og sérstaklega hjá ábúendum, öllu sveitarfélaginu og allri sveitinni þarna í kring. Þetta er sjúkdómur sem snertir ekki bara einn bæ heldur allt samfélagið þannig að þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla. Þetta er sömuleiðis erfitt fyrir starfsmenn Matvælastofnunar sem standa í þessum niðurskurði. Þetta er verkefni sem við munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi.“ Frumvarp á dagskrá í dag Hanna Katrín Friðriksson matvælaráðherra segir það sárt að býli þurfi enn og aftur að skera niður fé með töluverðu tjóni. „Ég veit að þetta er mjög mikið tilfinningalegt áfall fyrir bændur að lenda í þessu þannig að mig tekur þetta mjög sárt. Matvælastofnun er að skoða núnar þessar faraldsfræðilegu aðstæður og hvort smitið hafi farið víðar. Við vonum auðvitað að svo sé ekki og svo má líka segja að það jákvæða að á þessu býli sem um ræðir þá hafa þau verið dugleg að rækta upp stofn með verndandi geni þannig að það þarf ekki að skera niður,“ sagði Hanna Katrín í viðtali að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hún segir að frumvarp tengt málinu verði til umræðu á Alþingi í dag. „Það jákvæða er að frumvarp mitt um riðu, það er að segja að það gerist hratt að verndandi genið breiðist út, það er á dagskrá í dag,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Riða í Skagafirði Sauðfé Dýraheilbrigði Skagafjörður Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira