Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar 9. september 2025 11:02 Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið. Jökulfljótin Héraðsvötn eiga upptök sín í Hofsjökli. Ef þeirra hefði ekki notið við, væri fjörðurinn allt annar. Framburður Héraðsvatna er lykilbreyta í þeirri jarðfræðilegu hringrás sem hefur mótað þetta gjöfula landsvæði og gerir enn í dag. Saga landnáms í Skagafirði ber vitni um að þar hafi verið ákjósanlegt að setjast að. Við getum ímyndað okkur að það hafi verið vandasamt að velja sér varanlegan bústað á Íslandi á landnámsöld, en í Skagafirði fundu margir skjól. Þrátt fyrir óútreiknanlegar jökulárnar sem eru plássfrekar og oft vegartálmi. Þar bjuggu höfðingjar, listafólk síns tíma og metnaðarfullir bændur sem lærðu fljótt að bera virðingu fyrir jökulfljótunum sem þarf að búa með. Í jafnvægi. Margt hefur breyst hvað mannfólkið varðar, en í Skagafirði er ennþá kröftugt og listrænt mannlíf eftir 1000 ár. Það sem ekki breytist, þó að mennirnir bæti sína lifnaðarhætti hratt og örugglega, er að fljótin eru hér enn og halda sínu striki. Vatn er lífgjafi lands, fánu og flóru, og Héraðsvötnin eru, voru og verða hjartsláttur fjarðarins. Samlíf með jökulfljóti er ekki alltaf auðvelt. Það flæðir gjarnan fram með offorsi og þau sem eiga land að fljótunum finna sannarlega fyrir því. Ég skil að það hljómi vel, ef að stungið er upp á því að með mannlegri íhlutun í formi virkjunar fljótanna, sé hægt að stýra rennslinu og gera það jafnara og fyrirsjáanlegra. En við erum ekki skaparinn og þegar við eigum við einn afmarkaðan þátt í náttúrukerfi, þá höfum við áhrif á marga aðra, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Að setja stíflu, eins og blöndunartæki á jökulfljót, svo við getum skrúfað fyrir og frá, hefur ekki eingöngu áhrif á rennsli vatns. Sagan og vísindarannsóknir hafa sýnt að svo einfalt er það aldeilis ekki. Hringrásin sem jökullinn, fljótið og fjörðurinn hafa skapað saman í árþúsundir, þolir ekki vel svona inngrip. Fram og aftur í rammaáætlun Saga virkjanaáforma í Héraðsvötnum undanfarin ár er áhugaverð. Flakk á milli flokka í rammaáætlun, ýmist í vernd eða bið, hefur verið stundað af stjórnvöldum - þvert á ráðleggingar fræðasamfélagsins. Verndargildi Héraðsvatna hefur ítrekað verið metið hátt af vísindafólki. Mat þeirra hefur verið dregið í efa, og nú síðast, þrátt fyrir eitt afdráttarlausasta umhverfismat sem ég hef lesið (og ég les þónokkur, starfandi við náttúruvernd), hafa Héraðsvötn aftur verið færð úr verndarflokki í biðflokk. Í nafni meints yfirvofandi orkuskorts í landi sem framleiðir miklu meiri orku miðað við mannfjölda en nokkurt annað land í veröldinni. Niðurstaða greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. - Lokaorð greinargerðar faghóps í 3. áfanga rammaáætlunar Í greinargerð faghóps sem gert var að endurskoða úrskurð úr fyrri áfanga rammaáætlunar, sem flokkaði virkjunarkosti í Héraðsvötnum í verndarflokk, er margt fróðlegt að sjá. Ég ætla að taka saman það helsta, en hvet áhugasöm um málið til þess að glugga í þessa greinargerð. Þrír virkjunarkostir, sem allir fá falleinkunn Á vatnasviði Héraðsvatna eru þrír virkjanakostir til skoðunar, Skatastaðavirkjun C og D, og Villinganesvirkjun. Vötnin eru í raun tvær jökulár, austari og vestari, sem renna saman á láglendi Skagafjarðar og kallast þar Héraðsvötn. Á þessu stóra vatnasviði eru mörg mikilvæg svæði. Meðal annars Austara-Eylendið, sem er á lista yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, sem og mikilvægt svæði fyrir líffræðilega fjölbreytni (þó færa mætti rök fyrir að allt fljótið sé mikilvægt í því tilliti) - en það er einmitt eitthvað sem núverandi ráðherra orku og umhverfis, Jóhann Páll Jóhannsson, segir að hann ætli að standa vörð um. Láglendi Skagafjarðar hefur verið tilnefnt af Náttúrufræðistofnun til náttúruminjaskrár vegna sérstöðu sinnar. Svæðið er eitt stærsta og gróskumesta votlendissvæði landsins, segir í greinargerð faghópsins. Fuglalíf svæðisins er afar fjölskrúðugt. Framburður vatnanna er gríðarlega mikilvægur til þess að viðhalda fjölbreyttum búsvæðum lífríkisins, segir enn fremur í greinargerðinni. Áhrif stíflu og virkjana væru ófyrirsjáanleg á flókin vistkerfi svæðisins sem reiða sig á aurframburð vatnanna. Sérálit Nilssons mjög afgerandi með vernd Sænskur landslagsvistfræðingur, Christer Nilsson, var fenginn til þess að skila óháðu séráliti um verndargildi Héraðsvatna. Greinargerð hans er birt sem viðauki sem er mjög áhugavert að lesa. Hann varar við að áhrif virkjana myndu hafa mikil áhrif á vistkerfin á láglendinu, og bendir einnig á verndargildi svæðanna ofar á vatnasvæðinu, sem eru einstök og brúa bil frá hálendinu til byggða - þar sem er óvenju ríkulegt fuglalíf, miðað við hæð yfir sjávarmáli. Nilsson bendir líka á að í Héraðsvötn koma allar sex tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi til þess að hrygna, sem er óvenju mikið fyrir íslenskar ár. Skatastaðavirkjanir myndu að öllum líkindum hafa mjög slæm áhrif á fiskinn, og Villinganesvirkjun stöðva far fiskanna upp árnar, segir hann. Eitt af því sem mér fannst áhugaverðast í séráliti Nilssons, og styður við upplifun mína af stórum fljótum á borð við Héraðsvötn, er að hann líkir fljótinu við mannslíkamann. Í þeim tilgangi að útskýra að fljót á borð við Héraðsvötnin er ein heild; allt vatnasviðið frá upptökum til ósa. Breytingar eða neikvæðar íhlutanir á einum stað hafa áhrif á heildina. Sama hvar þær eru gerðar. Eins og sýking í mannslíkama. Héraðsvötn í hakk og sperðla? Sumir Skagfirðingar hafa gaman af því að gefa hestum einkunnir, og það er ekki einfalt verkefni. Meðal annars þarf að dæma fyrir gangtegundir, hæfileika, byggingu, skapgerð og fleira. Faghópur rammaáætlunar dæmir með svipuðum hætti virkjanakosti. Gefnar eru einkunnir fyrir t.d. jarðminjar og vatnafar, tegundir lífvera á svæðinu, vistkerfi og jarðveg o.fl. Eins og í hestadómum, eru allar einkunnir teknar saman og hver virkjanakostur fær eina heildareinkunn. Héraðsvötn fengu hæstu einkunn verðmætamats af 26 kostum sem voru teknir til umfjöllunar - með öðrum orðum - dýrmætasti og hæfileikaríkasti hesturinn í keppninni. Samt eru virkjanakostirnir þrír sem eru til skoðunar í Héraðsvötnum færðir í biðflokk, sem er með öllu óskiljanlegt. Dýrmætasti hesturinn settur upp í hestakerruna á leið í sláturhúsið. Tilgangurinn með þessum skrifum mínum er ekki að rífast og skammast og beina reiði minni sem náttúruverndarsinni að neinum. Ákvörðun ráðherra um að hundsa umhverfismatið veldur mér miklum vonbrigðum og sorg, en almennar vangaveltur um rammaáætlun og trúverðugleika hennar er efni í allt öðruvísi pistil. Tilgangurinn er löngun til þess að setja hlutina í samhengi; vekja lesendur til umhugsunar um hlutverk lífæðar vatns í tilveru okkar. Að sjá Skagafjörð eins og við þekkjum hann í dag sem mótaðan af vötnunum, því það er hann svo sannarlega. Héraðsvötnin eru ekki bara eitthvað rennandi vatn sem er ekki í neinu samhengi við umhverfi sitt, heldur forsenda þess að það er auðugt lífríki í Skagafirði. Auður vistkerfa dýra og gróðurs. Og manna í þúsund ár. Að taka áhættuna á því að eyðileggja hringrás Héraðsvatna, er mér óskiljanlegt. Ég upplifi það sem skammtímahugsun og virðingarleysi fyrir náttúrunni. Er það þess virði? Búa til hakk og sperðla úr verðlaunastóðhestinum? Það myndi Skagfirðingur seint gera. — Tillaga ráðherra um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum, sem og Kjalölduveitu, sem á líka verndun skilið að mínu mati, úr verndarflokki í biðflokk rammaáætlunar, er opin til umsagna á Samráðsgátt stjórnvalda. SUNN mun senda umsögn um málið þangað inn, og ég hvet þau sem vilja taka undir eða senda sitt eigið álit, til þess að gera það. Frestur rennur út 31. október næstkomandi. Höfundur er formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið. Jökulfljótin Héraðsvötn eiga upptök sín í Hofsjökli. Ef þeirra hefði ekki notið við, væri fjörðurinn allt annar. Framburður Héraðsvatna er lykilbreyta í þeirri jarðfræðilegu hringrás sem hefur mótað þetta gjöfula landsvæði og gerir enn í dag. Saga landnáms í Skagafirði ber vitni um að þar hafi verið ákjósanlegt að setjast að. Við getum ímyndað okkur að það hafi verið vandasamt að velja sér varanlegan bústað á Íslandi á landnámsöld, en í Skagafirði fundu margir skjól. Þrátt fyrir óútreiknanlegar jökulárnar sem eru plássfrekar og oft vegartálmi. Þar bjuggu höfðingjar, listafólk síns tíma og metnaðarfullir bændur sem lærðu fljótt að bera virðingu fyrir jökulfljótunum sem þarf að búa með. Í jafnvægi. Margt hefur breyst hvað mannfólkið varðar, en í Skagafirði er ennþá kröftugt og listrænt mannlíf eftir 1000 ár. Það sem ekki breytist, þó að mennirnir bæti sína lifnaðarhætti hratt og örugglega, er að fljótin eru hér enn og halda sínu striki. Vatn er lífgjafi lands, fánu og flóru, og Héraðsvötnin eru, voru og verða hjartsláttur fjarðarins. Samlíf með jökulfljóti er ekki alltaf auðvelt. Það flæðir gjarnan fram með offorsi og þau sem eiga land að fljótunum finna sannarlega fyrir því. Ég skil að það hljómi vel, ef að stungið er upp á því að með mannlegri íhlutun í formi virkjunar fljótanna, sé hægt að stýra rennslinu og gera það jafnara og fyrirsjáanlegra. En við erum ekki skaparinn og þegar við eigum við einn afmarkaðan þátt í náttúrukerfi, þá höfum við áhrif á marga aðra, oft með ófyrirséðum afleiðingum. Að setja stíflu, eins og blöndunartæki á jökulfljót, svo við getum skrúfað fyrir og frá, hefur ekki eingöngu áhrif á rennsli vatns. Sagan og vísindarannsóknir hafa sýnt að svo einfalt er það aldeilis ekki. Hringrásin sem jökullinn, fljótið og fjörðurinn hafa skapað saman í árþúsundir, þolir ekki vel svona inngrip. Fram og aftur í rammaáætlun Saga virkjanaáforma í Héraðsvötnum undanfarin ár er áhugaverð. Flakk á milli flokka í rammaáætlun, ýmist í vernd eða bið, hefur verið stundað af stjórnvöldum - þvert á ráðleggingar fræðasamfélagsins. Verndargildi Héraðsvatna hefur ítrekað verið metið hátt af vísindafólki. Mat þeirra hefur verið dregið í efa, og nú síðast, þrátt fyrir eitt afdráttarlausasta umhverfismat sem ég hef lesið (og ég les þónokkur, starfandi við náttúruvernd), hafa Héraðsvötn aftur verið færð úr verndarflokki í biðflokk. Í nafni meints yfirvofandi orkuskorts í landi sem framleiðir miklu meiri orku miðað við mannfjölda en nokkurt annað land í veröldinni. Niðurstaða greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. - Lokaorð greinargerðar faghóps í 3. áfanga rammaáætlunar Í greinargerð faghóps sem gert var að endurskoða úrskurð úr fyrri áfanga rammaáætlunar, sem flokkaði virkjunarkosti í Héraðsvötnum í verndarflokk, er margt fróðlegt að sjá. Ég ætla að taka saman það helsta, en hvet áhugasöm um málið til þess að glugga í þessa greinargerð. Þrír virkjunarkostir, sem allir fá falleinkunn Á vatnasviði Héraðsvatna eru þrír virkjanakostir til skoðunar, Skatastaðavirkjun C og D, og Villinganesvirkjun. Vötnin eru í raun tvær jökulár, austari og vestari, sem renna saman á láglendi Skagafjarðar og kallast þar Héraðsvötn. Á þessu stóra vatnasviði eru mörg mikilvæg svæði. Meðal annars Austara-Eylendið, sem er á lista yfir alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, sem og mikilvægt svæði fyrir líffræðilega fjölbreytni (þó færa mætti rök fyrir að allt fljótið sé mikilvægt í því tilliti) - en það er einmitt eitthvað sem núverandi ráðherra orku og umhverfis, Jóhann Páll Jóhannsson, segir að hann ætli að standa vörð um. Láglendi Skagafjarðar hefur verið tilnefnt af Náttúrufræðistofnun til náttúruminjaskrár vegna sérstöðu sinnar. Svæðið er eitt stærsta og gróskumesta votlendissvæði landsins, segir í greinargerð faghópsins. Fuglalíf svæðisins er afar fjölskrúðugt. Framburður vatnanna er gríðarlega mikilvægur til þess að viðhalda fjölbreyttum búsvæðum lífríkisins, segir enn fremur í greinargerðinni. Áhrif stíflu og virkjana væru ófyrirsjáanleg á flókin vistkerfi svæðisins sem reiða sig á aurframburð vatnanna. Sérálit Nilssons mjög afgerandi með vernd Sænskur landslagsvistfræðingur, Christer Nilsson, var fenginn til þess að skila óháðu séráliti um verndargildi Héraðsvatna. Greinargerð hans er birt sem viðauki sem er mjög áhugavert að lesa. Hann varar við að áhrif virkjana myndu hafa mikil áhrif á vistkerfin á láglendinu, og bendir einnig á verndargildi svæðanna ofar á vatnasvæðinu, sem eru einstök og brúa bil frá hálendinu til byggða - þar sem er óvenju ríkulegt fuglalíf, miðað við hæð yfir sjávarmáli. Nilsson bendir líka á að í Héraðsvötn koma allar sex tegundir ferskvatnsfiska á Íslandi til þess að hrygna, sem er óvenju mikið fyrir íslenskar ár. Skatastaðavirkjanir myndu að öllum líkindum hafa mjög slæm áhrif á fiskinn, og Villinganesvirkjun stöðva far fiskanna upp árnar, segir hann. Eitt af því sem mér fannst áhugaverðast í séráliti Nilssons, og styður við upplifun mína af stórum fljótum á borð við Héraðsvötn, er að hann líkir fljótinu við mannslíkamann. Í þeim tilgangi að útskýra að fljót á borð við Héraðsvötnin er ein heild; allt vatnasviðið frá upptökum til ósa. Breytingar eða neikvæðar íhlutanir á einum stað hafa áhrif á heildina. Sama hvar þær eru gerðar. Eins og sýking í mannslíkama. Héraðsvötn í hakk og sperðla? Sumir Skagfirðingar hafa gaman af því að gefa hestum einkunnir, og það er ekki einfalt verkefni. Meðal annars þarf að dæma fyrir gangtegundir, hæfileika, byggingu, skapgerð og fleira. Faghópur rammaáætlunar dæmir með svipuðum hætti virkjanakosti. Gefnar eru einkunnir fyrir t.d. jarðminjar og vatnafar, tegundir lífvera á svæðinu, vistkerfi og jarðveg o.fl. Eins og í hestadómum, eru allar einkunnir teknar saman og hver virkjanakostur fær eina heildareinkunn. Héraðsvötn fengu hæstu einkunn verðmætamats af 26 kostum sem voru teknir til umfjöllunar - með öðrum orðum - dýrmætasti og hæfileikaríkasti hesturinn í keppninni. Samt eru virkjanakostirnir þrír sem eru til skoðunar í Héraðsvötnum færðir í biðflokk, sem er með öllu óskiljanlegt. Dýrmætasti hesturinn settur upp í hestakerruna á leið í sláturhúsið. Tilgangurinn með þessum skrifum mínum er ekki að rífast og skammast og beina reiði minni sem náttúruverndarsinni að neinum. Ákvörðun ráðherra um að hundsa umhverfismatið veldur mér miklum vonbrigðum og sorg, en almennar vangaveltur um rammaáætlun og trúverðugleika hennar er efni í allt öðruvísi pistil. Tilgangurinn er löngun til þess að setja hlutina í samhengi; vekja lesendur til umhugsunar um hlutverk lífæðar vatns í tilveru okkar. Að sjá Skagafjörð eins og við þekkjum hann í dag sem mótaðan af vötnunum, því það er hann svo sannarlega. Héraðsvötnin eru ekki bara eitthvað rennandi vatn sem er ekki í neinu samhengi við umhverfi sitt, heldur forsenda þess að það er auðugt lífríki í Skagafirði. Auður vistkerfa dýra og gróðurs. Og manna í þúsund ár. Að taka áhættuna á því að eyðileggja hringrás Héraðsvatna, er mér óskiljanlegt. Ég upplifi það sem skammtímahugsun og virðingarleysi fyrir náttúrunni. Er það þess virði? Búa til hakk og sperðla úr verðlaunastóðhestinum? Það myndi Skagfirðingur seint gera. — Tillaga ráðherra um að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum, sem og Kjalölduveitu, sem á líka verndun skilið að mínu mati, úr verndarflokki í biðflokk rammaáætlunar, er opin til umsagna á Samráðsgátt stjórnvalda. SUNN mun senda umsögn um málið þangað inn, og ég hvet þau sem vilja taka undir eða senda sitt eigið álit, til þess að gera það. Frestur rennur út 31. október næstkomandi. Höfundur er formaður SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun