Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Árni Johnsen er látinn

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttur við að pólitíkusar þverskallist við að fara að lögum

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segist í sjálfu sér vera ánægður með nýfallinn dóm en ríkið hefur verið dæmt til að greiða Vinnslustöðinni auk Hugins bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Það sé hins vegar ekkert gleðiefni að stjórnmálamenn hafi þverskallast við að fara að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Lífið
Fréttamynd

Emm­sjé Gauti frum­flutti þjóð­há­tíðar­lagið 2023

„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 

Tónlist
Fréttamynd

Minnkandi lunda­stofn hræðir ferða­þjónustuna

Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“

„Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir.

Sport
Fréttamynd

Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Af­hjúpa fleiri tón­listar­at­riði á Þjóð­há­tíð

Þjóðhátíð fer fram með pomp og prakt yfir Verslunarmannahelgina, 3. - 6. ágúst næstkomandi. Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins sem verður frumflutt í byrjun júní en Þjóðhátíðarnefnd tilkynnti í dag um fleiri tónlistaratriði. 

Tónlist
Fréttamynd

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Hinn látni karlmaður um áttrætt

Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaðurinn úrskurðaður látinn

Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur rekinn

Guðmundur Elís Sigurvinsson mun ekki starfa áfram á Grímsnesi GK-555 eftir að fimmtán ára stúlka fannst um borð. Skipstjórinn segist hafa rekið hann í gærkvöldi. Guðmundur á sögu um gróft ofbeldi en var sleppt að lokinni skýrslutöku í gær.

Innlent