Björgunarsveitir

Fréttamynd

Gervigreindin hug­hreysti ferða­mann sem björgunar­sveit kom til bjargar

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt til aðstoðar við ferðamann sem hafði fest bíl sinn á Nesjavallaleið og var orðinn verulega kaldur eftir að hafa gengið um fimm kílómetra frá bílnum. Ferðamaðurinn mun hafa spurt gervigreindina hvort aðstoð myndi berast og ekki stóð á svörum.

Innlent
Fréttamynd

Drónar, buggy- og snjó­bíll nýttust við björgun göngufólks

Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar.

Innlent
Fréttamynd

Drógu Hildi aftur í land

Björgunarsveitarmenn komu skipinu Hildi SH777 til bjargar er það bilaði norðvestur af Skaga. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem björgunarbátar koma skipinu til bjargar og draga það í land.

Innlent
Fréttamynd

Stað­setning flugeldanna endur­skoðuð vegna drengsins

Staðsetning flugeldasýningar sem haldin var í Firði verður endurskoðuð eftir að ungur drengur fékk flugeldapúður í auga þegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar var fagnað í Hafnarfirði í gær. Framkvæmdastjóri segist harma atvikið en tekur fram að öllum nálægðarreglum hafi verið fylgt.

Innlent
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

Með eða á móti neyðarkalli?

Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns.

Skoðun
Fréttamynd

Takk!

Síðustu daga hafa björgunarsveitir landsins sent Neyðarkall til landsmanna. Í ár var því neyðarkalli svo sannarlega svarað og svarað hátt og skýrt.Það er ekki hægt annað en að fyllast auðmýkt yfir þeim viðtökum sem félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg hlutu hjá landsmönnum þegar þeir buðu til sölu Neyðarkall 2025.

Skoðun
Fréttamynd

Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár

Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Ungi öku­maðurinn á Ísa­firði úr lífs­hættu

Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Brunaði austur til að finna litla frænda

Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist.

Innlent
Fréttamynd

Víða vetrarfærð, Fjarðar­heiði lokuð og björgunar­sveitir að­stoða fólk í föstum bílum

Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Innlent
Fréttamynd

„Fór í út­kall“

Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti.

Skoðun
Fréttamynd

Kallar eftir hand­leiðslu og sál­gæslu fyrir viðbragðsaðila

Sigurður Árni Reynisson, fyrrverandi lögreglumaður, kallar eftir því að viðbragðsaðilar fái rými til að vinna úr áföllum í starfi. Hann rifjar upp að hafa komið að sjálfsvígi ungs drengs í starfi fyrir mörgum árum. Hann segir handleiðslu og sálgæslu ekki eiga að vera forréttindi fyrir þessar starfsstéttir, heldur eigi hún að vera reglulegur hluti af starfsháttum þessara starfsstétta.

Innlent