Dýr

Fréttamynd

Gísli Marteinn syrgir elsku Tinna sinn

„Elsku Tinni er dáinn. Hann kvaddi í gærmorgun eftir þriggja vikna veikindi. Hann var fallegasti og besti hundur sem ég hef kynnst og við söknum hans svo ótrúlega mikið.“

Lífið
Fréttamynd

Stærstu kanínu heims rænt í Englandi

Lögreglan í Vestur-Mersíu í Englandi leitar nú að stærstu kanínu heims, sem rænt var um helgina. Kanína, sem heitir Daríus, var tekin úr garði eigenda hennar í Worcesterskíri.

Erlent
Fréttamynd

Koma mjaldursins afar ó­venju­leg

Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn

Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Hreindýrahjarðir á ferli við vegi á Austurlandi

Vegagerðin varar ökumenn við því að hreindýrahjarðir hafi sést víða við vegi á Austurlandi. Ábendingar hafa borist um að þær hafi sést í Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, Við Djúpavog og í Lóni. Þá hafa þær einnig sést á Breiðamerkursandi. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna aðgát. Vegagerðin vekur athygli á að vetrarfærð sé í öllum landshlutum.

Innlent
Fréttamynd

Sjald­gæfur hval­reki í Eyja­firði vakti at­hygli

Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Dánarorsök er ókunn en hvalrekinn er sagður teljast til tíðinda þar sem aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land frá því að skráningu hófst með skipulögðum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Bjargaði ketti úr vörulyftu

Erilsamt hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Slökkviliðið sinnti fimm dælubílaverkefnum en seinni partinn í gær var til að mynda óskað eftir aðstoð slökkviliðsins vegna kattar sem sat fastur uppi í vinnulyftu. Kisi ku hafa verið sáttur við að komast niður að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“

Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 

Innlent
Fréttamynd

Krummi sem heldur að hann sé hundur

Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn.

Innlent
Fréttamynd

Hundur Bidens beit starfsmann Hvíta hússins

Major, annar hunda Joe Biden Bandaríkjaforseta og Jill Biden konu hans, beit starfsmann Hvíta hússins á mánudaginn var. Þetta er í annað sinn sem Major, sem er þýskur fjárhundur, bítur frá sér eftir komuna í Hvíta húsið.

Erlent
Fréttamynd

Þrávirk efni ógna heilsu háhyrninga við Ísland

Margfalt meira af þrávirkum efnum fundust í íslenskum háhyrningum sem éta bæði fisk og spendýr en þeim sem nærast aðeins á fiski í nýrri rannsókn hafvísindamanna á Íslandi, í Kanada og Danmörku. Heilsu hvalanna og afkomu stofnsins er ógnað af menguninni.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Vorboði þjóðarinnar, heiðlóan, er komin. Til hennar sást í fjörunni á Stokkseyri í morgun, en fyrstu fregnir af lóunni komu einnig frá Stokkseyrarfjöru fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Hundurinn sem beit stúlkuna mun gangast undir geðmat

Rottweiler-hundurinn sem beit unga konu í andlitið á skemmtistaðnum Röntgen síðastliðið föstudagskvöld mun gangast undir geðmat hjá dýralækni eða hundaatferlisfræðingi. Þetta segir Helgi Helgason, hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Forystusauður í stífum æfingabúðum

Stífar æfingar standa yfir þessa dagana við að venja forystusauð að hlaupa í taumi með hesti þegar bóndi á bæ í grennd við Laugarvatn fer í sinn daglega reiðtúr á hestinum Kafteini með sauðinn í eftirdragi.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.