HM í Katar 2022

HM í Katar 2022

HM í fótbolta karla fór fram í Katar dagana 20. nóvember til 18. desember 2022.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri

    Heimsmeistarar Frakka unnu öruggan 4-1 sigur er liðið mætti Ástralíu í fyrsta leik liðanna á HM í Katar. Olivier Giroud skoraði tvö mörk fyrir liðið og er þar með orðinn markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Thierry Henry.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sádar toppuðu Ísland og sigruðu Messi

    Sádi-Arabía töfraði fram einhvern óvæntasta sigur í allri sögu HM karla í fótbolta þegar liðið hafði betur gegn Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu, 2-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    FIFA bannar ást á HM í Katar

    Fasismi Alþjóða knattspyrnusambandsins ætlar engan endi að taka og nú mega landsliðin ekki einu sinn setja eitt fallegasta orð heimsins á búningana sína.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bale bjargaði stigi fyrir Wales

    Wales lék í kvöld sinn fyrsta leik á HM í fótbolta frá árinu 1958. Það var vel við hæfi að Gareth Bale, einn besti íþróttamaður í sögu landsins, hafi tryggt þeim stig en Wales gerði 1-1 jafntefli við Bandaríkin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fagnaði fyrir Fin­lay

    Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy].

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Holland sökkti Senegal undir lok leiks

    Senegal mætir til leiks á HM án stórstjörnu sínar Sadio Mane og fyrsti leikurinn er á móti gríðarlega sterku liði Hollands sem er til alls líklegt á heimsmestaramótinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Englendingar sögðu sex í fyrsta leiknum

    Englendingar hófu heimsmeistaramótið í Katar með 6-2 stórsigri á Írönum í B-riðli. Bukayo Saka skoraði tvö mörk og Jude Bellingham, Raheem Sterling, Marcus Rashford og Jack Grealish skoruðu mörk Englands en Mehdi Taremi bæði mörk Írans.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt

    Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „HM snýst ekki um bjór og brennivín“

    „Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag.

    Fótbolti