
Gas lagði yfir Njarðvík í nótt og gæti fundist í byggð í dag
Engar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt og lítil skjálftavirkni var á svæðinu. Gas lagði um tíma yfir Njarðvík en mengunin dreifðist fljótt aftur. Íbúar á Reykjanesskaga gætu fundið fyrir gasmengun í dag.