Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttir tengdar eldgosum á Reykjanesskaga síðustu ár. Það fyrsta hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 19. mars 2021, næsta í Meradölum 3. ágúst 2022 og það þriðja við Litla-Hrút 10. júlí 2023.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall:



Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík:



Fréttamynd

„Þetta var vissu­lega ekki í starfslýsingunni“

Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fannar bæjar­stjóri kveður Grinda­vík

Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum.

Innlent
Fréttamynd

Mjög lítil virkni en mallar enn

Enn er virkni í einum gíg á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta má sjá á vefmyndavélum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur gosórinn haldist mjög lítill í alla nótt og hraunjaðrar breytast lítið. 

Innlent
Fréttamynd

Búast við gasi á höfuð­borgar­svæðinu og Akra­nesi

Búist er við því að gosmengun frá eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni muni í dag berast í átt að höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Suðvestlæg átt var við gosstöðvarnar í nótt og hefur brennisteinsdíoxíð mælst í loftinu á höfuðborgarsvæðinu og í Hvalfirði.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­legur fyrir­boði um goslok

Eldgosið nyrst á Sundhnúksgígaröðinni hefur nú staðið yfir í 14 daga. Kvika virðist safnast undir Svartsengi á ný sem gæti verið fyrirboði gosloka.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað stór­hættu­legt“

Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Virknin minnkað þó á­fram gjósi

Áfram gýs úr einum gíg í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni en gosvirknin hefur minnkað aðeins frá því síðustu daga. Enn rennur hraunið til austurs og suðausturs.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram gýs úr einum gíg

Gosvirkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröð hefur verið stöðug frá því í gærmorgun. Áfram gýs úr einum gíg og hraunið rennur áfram til austurs og suðausturs. Gosmengun berst til austurs og suðausturs í dag og gæti orðið vart víða á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð

Gosvirkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur hægt á sér síðan í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg og rennur hraunið áfram til austurs og suðausturs. Hraunið dreifir sér á breiðunni innan við einn kílómetra frá gígnum en lítil hreyfing er á ystu jöðrum þess.

Innlent
Fréttamynd

Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia

Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. 

Innlent
Fréttamynd

Gosmóðan fýkur á brott

Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum.

Innlent