Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Fréttir tengdar eldgosum á Reykjanesskaga síðustu ár. Það fyrsta hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli 19. mars 2021, næsta í Meradölum 3. ágúst 2022 og það þriðja við Litla-Hrút 10. júlí 2023.

Hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall:



Og hér má sjá útsýnið úr vefmyndavél Vísis sem beinist að Grindavík:



Fréttamynd

Eiga von á öðru eld­gosi

Áframhaldandi landris eykur líkur á öðru kvikuhlaupi þó eldgos sé yfirstandandi Meiri óvissa um þróun jarðhræringanna næstu daga eða vikur. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný staða uppi á Reykja­nes­skaga

Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. 

Innlent
Fréttamynd

Engin skjálfta­virkni eftir mið­nætti

Smáskjálftahrinunni sem hófst í gær við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík, lauk um klukkan hálf fjögur í gær. Alls voru skjálftarnir um 90 talsins og var virknin mest um klukkan 13 og 14 í gær þegar 35 skjálftar mældust.

Innlent
Fréttamynd

Fundu veg nær gosinu fyrir til­viljun

Æ fleiri hafa undanfarið reynt að komast að eldgosinu við Sundhnjúk og bera það augum undanfarið þrátt fyrir að svæðið sé lokað. Bandarískir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með útsýnið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tapað milljörðum vegna endur­tekinna lokana

Forsvarsmenn Bláa lónsins áætla að beinn kostnaður vegna lokana sökum jarðhræringa sé um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki merki um að kvika sé á ferðinni

Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Smáskjálftahrina á Reykja­nesi

Fjölmargir smáir jarðskjálftar hafa greinst á Reykjanesi í dag. Fáir þeirra hafa náði yfir eitt stig að styrk en skjálftavirknin hefur ekki verið meiri frá því eldgosið við Sundhnjúka hófst þann 16. mars.

Innlent
Fréttamynd

Loka Bláa lóninu vegna gasmengunar

Vegna mengunar frá eldgosinu í Sundnhjúkagígaröðinni á Reykjanesskaga þurfti að loka öllum starfsstöðvum Bláa lónsins í morgun. Opnað verður aftur klukkan 14. 

Innlent
Fréttamynd

Al­manna­varnir greiða umframorkunotkun í Grinda­vík

Almannavarnir hafa ákveðið að hjálpa fasteignaeigendum í Grindavík við að standa straum af kostnaði vegna hærri rafmagns- og hitaveitureikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna stóðu yfir.

Innlent
Fréttamynd

Skilur mikla ör­væntingu og reiði Grind­víkinga

Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifir stjórn­leysi í mál­efnum Grind­víkinga

Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. 

Innlent
Fréttamynd

„Það má ekki missa kjarkinn“

Átta manns fengu heiðursviðurkenningu frá bæjarstjórn Grindavíkur í dag í tilefni þess að fimmtíu ár er frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Þeirra á meðal er Alli á Eyri sem hvetur Grindvíkinga til að missa ekki kjarkinn. 

Lífið
Fréttamynd

Af­mælis­há­tíð í skugga ham­fara

Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark.

Innlent
Fréttamynd

Hraun­breiðan orðin rúmir sex fer­kíló­metrar

Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent