Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Vill að þingið skoði mál Ríkis­endur­skoðanda

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill kanna hvort þingið geti aðhafst í máli Ríkisendurskoðanda. Hann hyggst funda með Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta þingsins vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Stóladans þing­manna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Berg­þórs

Hlutverkaskipti þingmanna í hinum ýmsu nefndum á Alþingi hafa ekki aðeins áhrif á stöðu þingmanna og hlutverk þeirra á þinginu heldur einnig á launatékka þeirra. Þannig má gera ráð fyrir að laun Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, lækki um tæpar 250 þúsund krónur á mánuði eftir að hann vék sem þriðji varaforseti þingsins í fyrradag. Á móti hækka laun Bergþórs Ólasonar sem tók sætið í stað Karls Gauta. Laun þingmanna fara á hreyfingu í hvert sinn sem þeir gera ákveðin sætaskipti þar sem sérstak álag er greitt á laun fyrir ákveðin hlutverk í þinginu.

Innlent
Fréttamynd

Djíbútí norðursins

Ég er fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu og erlendis en brenn fyrir búsetufrelsi. Eftir að dyr opnuðust fyrir aukinni fjarvinnu í kjölfar Covid-faraldursins lét ég draum rætast og valdi að flytja til Siglufjarðar án sérstakra tenginga þangað. Lykilforsenda þess að flytja þangað var að þar væru almennilegir innviðir.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn með eigið út­spil í öryggis- og varnar­málum

Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn nálgast Sjálf­stæðis­flokkinn óð­fluga

Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Stíga ekki inn í Intra-málið í bili

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Álftin fæli bændur frá korn­rækt

Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fugla­tegunda

Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Eyðum ó­vissunni

Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur fetar í fót­spor Sivjar

Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingarinnar er nýkjörinn formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs. Greint er frá tíðindunum á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Gera ekki til­kall til höfuð­borgar­titils þótt Akur­eyri verði borg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. 

Innlent
Fréttamynd

Mis­vægi at­kvæða bitnar mest á Kraganum

Prófessor í stjórnmálafræði og formaður starfshóps sem vinnur að breytingu á kosningalögum segir misvægi atkvæða langmest hér á landi miðað við nágrannalönd. Hann segir áhyggjur landsbyggðarinnar eðlilegar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég tel ekki til­efni til að í­huga stöðu mína“

Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi.  Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræði og samfélagsmiðlar

Ég tók þátt í málstofu á Arctic Circle sem Vestnorræna ráðið stóð fyrir og fjallaði um áskorun lítilla samfélaga og seiglu lýðræðisríkja á tíma upplýsingaóreiðu. Umræðan kjarnaðist um stöðu fjölmiðla í litlum samfélögum, samfélagsmiðla og áhrif þeirra á lýðræði.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­nefnd ræðir stöðuna á Grundar­tanga: „Þetta er bara ó­ljóst“

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar „vælið“ vegna Norður­áls

Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar.

Innlent
Fréttamynd

Varnar- og öryggisstefna fyrir Ís­land: Á­hersla á Norður­slóðir, NATO og sam­starf við Banda­ríkin

Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september.

Innlent
Fréttamynd

Er yfir­völdum al­veg sama um fólk á bif­hjólum?

Oft hefur það verið slæmt, en þó sjaldnar meira en á síðustu mánuðum þegar kemur að lagasetningu á bifhjól og ákvörðun á gjöldum þeim til handa. Bifhjólafólk á Íslandi er orðið vant því að gengið sé fram hjá tillögum þeirra og ekkert á það hlustað.

Skoðun
Fréttamynd

Segir sorg­lega illa hafa verið haldið á hags­munum flugsins

Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu.

Innlent