Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Þetta er ekki raun­veru­legt rétt­læti

Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri.

Skoðun
Fréttamynd

Breyting á samsköttun hafi mest á­hrif á tekjuháa karla yfir fer­tugu

Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Fé­lag at­vinnu­rek­enda svarar Ríkis­endur­skoðun

Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

„Það eru ekki skattahækkanir“

Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings.

Innlent
Fréttamynd

Sann­leikurinn í tengda­mömmumálinu

Sannleikurinn er sagna bestur. Ég er umrædd tengdamamma í hinu umdeilda máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur og þar eru ýmis atriði sem mér þykir að þurfi að skýra. Ég kem ávallt hreint fram og hef lýst því áður, og geri það aftur hér, að ég taldi ekki viðeigandi að Ásthildur Lóa sinnti starfi barnamálaráðherra - vegna hennar forsögu og framkomu hennar við barnsföður sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land á að verja með ís­lenskum lögum

Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði.

Skoðun
Fréttamynd

Mannúðar­mál að fangar fái að af­plána í sínu heima­landi

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fækka leyfi­legum fjölda borgar­full­trúa

Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að leyfilegur hámarksfjöldi borgarfulltrúa verði 23, en ekki 31 eins og í núgildandi lögum. Sigríður Á. Andersen er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál á þingi árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Leiðin til hel­vítis

Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess.

Skoðun
Fréttamynd

Hafi fullan stuðning til að auka út­gjöld til varnar­mála

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir utanríkisráðherra hafa fullan stuðning flokksins í að auka útgjöld til varnarmála. Það veki furðu að ekkert segi til um útgjaldaaukningu í málaflokknum í fjármálaáætlun. Útkljá þurfi málið áður en þingið fer í páskafrí.

Innlent
Fréttamynd

Lang­flestir telja af­sögn Ást­hildar rétta á­kvörðun

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.

Innlent
Fréttamynd

Tekur við starfi þing­manns í leyfi frá borginni

Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju var það sem var sagt á fimmtu­degi svikið á mánu­degi?“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki.

Innlent
Fréttamynd

„Ást­hildur Lóa var kjöl­dregin í öllum fjöl­miðlum heims“

Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35 þokast nær af­greiðslu

Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heims­byggðina

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi hafi átt að vera upp­lýst

Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki.

Innlent
Fréttamynd

Þing­konur þjarma að heil­brigðis­ráðherra

Í dagskrárliðnum störf þingsins brá svo við að þrjár þingkonur úr ólíkum flokknum gerðu allar að umtalsefni það að ríkið hafi slitið samningi sínum við Janus endurhæfingu. Þær töldu ljóst að Alma Möller heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin öll forðuðust umræðuefnið.

Innlent