Fleiri fréttir

Útflutt orka gríðarlega verðmæt

Raforkufyrirtækjum í Bretlandi býðst þrefalt til fimmfalt hærra verð en Landsvirkjun fær. Ekkert bendir til þess að íslensk orka um sæstreng yrði verðlögð lægra. Meirihluti landsmanna vill skoða hvort leggja eigi sæstreng til Bretlands.

Selja eignarhlut fyrir um 9,8 milljarða króna

Stærstu eigendur HB Granda hf. ætla að selja allt að 32 prósent hlutafjár í félaginu. Salan myndi samkvæmt skráðu gengi skila um 9,8 milljörðum íslenskra króna.

Ísland fær sæti í nefnd Alþjóðabanka

Samráðsfundur ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum, ásamt forseta bankans, dr. Jim Kim, fór fram í gær við Bláa lónið.

Vanefndir við HNLFÍ nema 355 milljónum

Þjónustusamningar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) í Hveragerði hafa verið þverbrotnir. Formaður HNLFÍ segir reynsluna sára af því að treysta ríkinu. Stofnunin ber ein niðurskurð endurhæfingastofnana á næsta ári.

Olíuiðnaðurinn hverfur í bili

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur farið fram á afskráningu úr Kauphöll Íslands (Nasdaq OMX Iceland). Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær kemur fram að stefnt sé á skráningu í Kauphöllinni í Ósló í Noregi og að hún gangi í gegn í desember næstkomandi.

Hugmyndabanki tengir nemendur og fyrirtæki

Þar geta fyrirtæki sett inn verkefni sem þau vilja gjarna láta vinna og nemendur komist í bein tengsl við fyrirtæki sem þau hafa áhuga á að vinna fyrir.

Eins og sigur á heimsmeistaramóti

Björn Þorvaldsson, saksóknari í Al-thani málinu svokallaða, sagði í dómsal í morgun að starfsmenn Kaupþings létu látið eins og þeir hafi unnið heimsmeistaramótið í knattspyrnu þegar tilkynnt var um kaup Sheik Al-Thani á 5,01% hlut í bankanum haustið 2008.

Máttu leggja og reka ljósleiðara

Ríkisaðstoð sem felst í fjármögnun lagningar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og rekstri á ljósleiðara brýtur ekki gegn EES-samningnum.

Ræktar kryddjurtir í bakgarðinum

Stefán Hrafnkelsson verður áfram framkvæmdastjóri Betware þrátt fyrir að fyrirtækið sé nú að mestu í eigu Novomatic. Hann starfaði áður sem forritari hjá Microsoft og rak internetþjónustufyrirtækið Margmiðlun.

Aukin gagnanotkun liður í góðri afkomu

Hagnaður Vodafone á þriðja ársfjórðungi nam 415 milljónum króna og rekstrarhagnaður 990 milljónum króna. Ómar Svavarsson, forstjóri fyrirtækisins, segir afkomuna í takt við áætlanir.

Innflæði falsvöru verði stöðvað með hertum tollalögum

Samtök verslunar og þjónustu hyggjast bregðast við auknum innflutningi á falsaðri merkjavöru frá Kína með því að þrýsta á um að tollgæslan fái heimildir til þess að taka á innflutningi til einstaklingsnota. Yfirtollvörður segir að slíkt yrði erfitt í framkvæmd.

Vodafone og Nova sameina dreifikerfin

Til stendur að sameina dreifikerfi fjarskiptafélaganna Nova og Vodafone í eitt alhliða farsímadreifikerfi. Fjarskiptafélögin hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um stofnun nýs rekstrarfélags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone og Nova.

Kauphallardagurinn í HR haldinn í fyrsta sinn

Kauphöllin og Háskóli Reykjavíkur munu næstkomandi laugardag halda Kauphallardaginn í HR í fyrsta sinn. Um er að ræða fræðsludag um málefni tengd fjármálum og sparnaði almennings ásamt skemmtun fyrir fjölskylduna.

Apple og Samsung fyrir rétt enn eina ferðina

Apple og Samsung munu fara aftur fyrir rétt í einu stærsta einkaleyfisdómsmáli okkar tíma. Samsung var dæmt til að greiða Apple rúmlega 122 og hálfan milljarð króna á sínum tíma en nú á að endurmeta upphæðina. Fyrirtækin berjast í dómsölum fleiri en tíu ríkja í Evrópu.

Plain Vanilla fjölgar starfsmönnum

Fyrirtækið Plain Vanilla, sem framleiðir QuizUp leikinn, auglýsir í blöðum í dag sjö laus störf. Störfin eru auglýst undir fyrirsögninni: Okkur vantar fleira fólk sem langar að sigra heiminn.

Sala Betware stærsta erlenda fjárfesting frá hruni

Austurrísk fyrirtækjasamsteypa festi kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Salan er á meðal stærstu erlendra fjárfestinga í íslensku athafnalífi frá hruni. Fyrrum eigandi fyrirtækisins segir það sæta furðu að íslensk yfirvöld hlúi ekki betur að sprotafyrirtækjum.

Guðbrandur nýr formaður LÍV

Guðbrandur Einarsson var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á þingi sambandsins á Akureyri um helgina. Að auki var kjörin stjórn sambandsins.

Herdís ráðin til Reiknistofu bankanna

Herdís Pála Pálsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðsmála og samskipta hjá Reiknistofu bankanna (RB). Herdís hóf störf hjá félaginu 1. nóvember sl.

Fjögur fengu átta milljónir

Fjögur fyrirtæki fengu að þessu sinni styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Sjóðurinn hefur á árinu úthlutað 17 milljónum til níu verkefna.

Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða

90 prósenta hlutur í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware hefur verið seldur austurrísku fyrirtækjasamsteypunni Novomatic. Kaupverðið er tveir til þrír milljarðar króna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins og starfsfólk verður áfram hér á landi.

240 milljón króna hlutafjáraukning hjá Plain Vanilla vegna QuizUp

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út.

Slor gegn hori

Klínískar rannsóknir sýna að þorskensím drepa kvefveirur og fækka veikindadögum. Íslenska líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað efnablöndu sem inniheldur ensímin. Efnablandan er seld í úðabrúsum í einni stærstu lyfsölukeðju Svíþjóðar.

Al Thani taldi sig vera fórnarlamb

Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008.

Tíminn að fjara út

"Ég er ekki vongóður um að samningar takist fyrir mánaðamót. Enn er mjög margt óljóst varðandi kjarasamningagerðina,“ segir Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.

Guðbjörg kaupir í móðurfélagi Odda

Kristinn ehf., eignarhaldsfélag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, hefur keypt meirihluta hlutafjár í Kvos ehf., móðurfélagi Odda. Seljendur eru einkum fjölskyldur nokkurra erfingja stofnenda Odda. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Umhverfismál vaxandi hluti reksturs

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ávarpaði 8. Umhverfisþing í Hörpu. Í máli sínu lagði hann áherslu á hlutverk umhverfismála í rekstri fyrirtækja og sagði atvinnulífið vera hluta af lausninni.

Almennt góð uppgjör hjá stærstu félögunum

Hagsjá, Hagfræðideild Landsbankans segir frá því að þau fjögur félög, af þeim níu sem mynda OMX vísitöluna, hafi birt góð uppgjör á þriðja ársfjórðungi. Félögin fjögur, Marel, Össur, Hagar og Icelandair hafa samanlagt markaðsvirði að fjárhæð 316 milljarða króna og mynda 72% af heildarvirði félaga á OMX.

Sjá næstu 50 fréttir