Viðskipti innlent

Ísland fær sæti í nefnd Alþjóðabanka

Freyr Bjarnason skrifar
Vel fór á með þeim sem sátu samráðsfundinn í Bláa lóninu í gær.
Vel fór á með þeim sem sátu samráðsfundinn í Bláa lóninu í gær. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Samráðsfundur ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum, ásamt forseta bankans, dr. Jim Kim, fór fram í gær við Bláa lónið.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands. Alþjóðabankinn er meðal helstu samstarfsstofnana Íslands á sviði þróunarsamvinnu og mun Ísland sitja í þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisríkjanna átta á næsta ári.

Á fundinum var meðal annars rætt um stefnu bankans um útrýmingu örbirgðar og aukna velmegun fyrir þá fátækustu og stöðuna varðandi endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×