Viðskipti innlent

Eins og sigur á heimsmeistaramóti

Frá aðalmeðferð málsins
Frá aðalmeðferð málsins mynd/gva
Björn Þorvaldsson, saksóknari í Al-thani málinu svokallaða, sagði í dómsal í morgun að starfsmenn Kaupþings hafi látið eins og þeir hafi unnið heimsmeistaramótið í knattspyrnu þegar tilkynnt var um kaup Sheik Al-Thani á 5,01% hlut í bankanum haustið 2008.

Munnlegur málflutningur í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Á mbl.is segir að Björn hafi bent á að Lehman Brothers hafi fallið í vikunni áður en viðskiptin voru gerð. Því hafi tilkynningin um milljarða fjárfestingu sjeiksins komið eins og sigur á heimsmeistaramóti.

„Óhætt er að fullyrða að viðbrögð markaðarins voru vægast sagt jákvæð,“ sagði Björn.

Benti hann á að aðeins eitt markmið hafi verið með þessum viðskiptum, og það hafi verið að auka tiltrú fjárfesta á banaknum. „Og afhverju ætti hún að aukast nema að fjárfestar héldu að það væru að koma inn 26 milljarðar af erlendum gjaldeyri inn í bankann?“

Blekkingin hafi hinsvegar falist í því að engin peningar komu inn bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×