240 milljón króna hlutafjáraukning hjá Plain Vanilla vegna QuizUp Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 21:23 Þorsteinn ásamt Alison Goldberg, fjárfestingarstjóra Time Warner Investments, í útgáfuhófi Plain Vanilla í New York í síðustu viku. mynd/Plain Vanilla Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco. Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital leiðir nýja fjárfestingu upp á tvær milljónir dollara í tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla. Það gera um 240 milljónir íslenskra króna. Sequoia óskaði eftir þessu daginn áður en að leikurinn kom út. Þetta þýðir að hlutafjáraukningin er upp á 240 milljón íslenskra króna. Sequoia Capital var meðal fyrstu fjárfesta í Google, Apple og Instagram. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla segir einn eiganda Sequoia hafa tekið þátt í að spila leikinn á prófunarstigi leiksins. Hann hafi heillast svo af leiknum að hann heimtaði að fá að fjárfesta í leiknum áður en hann var gefinn út. Alls hafa áhættufjárfestar lagt 5,6 milljónir dollara í Plain Vanilla. Á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Íslendingurinn Davíð Helgason, Greycroft Partners, sem hafa meðal annars fjárfest í Huffington Post og 9GAG, Tencent og CrunchFund, sem hefur m.a. fjárfest í Tumblr. Ólafur Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri hjá TimeWarner er einnig á meðal hluthafa í Plain Vanilla. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis kom leikurinn út á fimmtudaginn og hann hefur slegið í gegn. Hann er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp Bandaríkjanna og í öðru sæti á lista yfir mest sóttu leiki. Sequoia var stofnað árið 1972 og sérhæfir fyrirtækið sig í að finna áhugaverð tæknifyrirtæki sem eru á frumsitig. Meðal fleiri fyrirtækja sem fyrirtækið hefur fjárfest í eru Apple, Google, Oracle, Dropbox, Instagram, LinkedIn, YouTube og PayPal. Að sögn Þorsteins hefur Sequoia Capital hefur skrifstofur sínar í Sílikondal í Kaliforníu og fjárfestir mjög sjaldan utan Bandaríkjanna. Þorsteinn segir að nýjasta fjárfestingin verði nýtt til að stækka fyrirtækið og ráða fleiri starfsmenn. Plain Vanilla er með 20 starfsmenn hjá fyrirtækinu í dag og eru höfuðstöðvar þess á Laugavegi. Plain Vanilla er einnig með starfsstöðvar í New York og San Fracisco.
Tengdar fréttir Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13 Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57 Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 6. nóvember 2013 17:13
Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. 9. nóvember 2013 17:57
Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. 8. nóvember 2013 15:10