Viðskipti innlent

Herdís ráðin til Reiknistofu bankanna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Herdís Pála Pálsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri mannauðsmála og samskipta hjá Reiknisstofu bankanna.
Herdís Pála Pálsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri mannauðsmála og samskipta hjá Reiknisstofu bankanna.
Herdís Pála Pálsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðsmála og samskipta hjá Reiknistofu bankanna (RB).  Herdís hóf störf hjá félaginu 1. nóvember sl.

„Herdís hefur frá 2012 unnið sem fyrirlesari, ráðgjafi og markþjálfi fyrir stjórnendur auk þess að kenna í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Á árunum 2006-2012 starfaði hún hjá Byr, fyrst sem mannauðsstjóri en síðar sem framkvæmdastjóri þróunar- og rekstrarsviðs.  Áður starfaði hún í tæp 5 ár á mannauðssviði Íslandsbanka, síðast sem deildarstjóri starfsþróunardeildar og einnig við mannauðsráðgjöf hjá IMG nú Capacent.

Herdís er með með MBA próf, með áherslu á mannauðsstjórnun, frá University of New Haven í Bandaríkjunum og B.Ed.  frá Kennaraháskóla Íslands.  Hún hefur einnig lokið námi á háskólastigi í markþjálfun frá HR í samstarfi við Coach U og er með alþjóðlega ACC vottun markþjálfa frá ICF (International Coaching Federation)," segir í tilkynningu frá RB vegna ráðningarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×