Viðskipti innlent

Saltgerðarmenn sækja um styrk til Danadrottningar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Saltgerðarmennirnir Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde.
Saltgerðarmennirnir Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde. Mynd/Egill Aðalsteinsson
Saltgerðarmennirnir Garðar Stefánsson og Søren Rosenkilde sem reka saltvinnsluna Norðursalt á Reykhólum, hafa fundið rúmlega 226 ára gamalt loforð frá dönsku hirðinni þess efnis að styrkur verði veittur hverjum þeim sem kæmi upp saltvinnslu á staðnum. Mbl greinir frá þessu.

Þeir félagar leituðu að loforðinu í danska ríkisskjalasafninu og kom forsetaembættið bréfi saltgerðarmannanna áleiðis til Danadrottningar í gær. Af tilefni heimsóknar Danadrottningar til landsins sáu Garðar og Søren tækifæri til að koma bréfinu áleiðis í gegnum íslenska embættismenn.

Garðar segir gaman að vita til þess að vel hafi verið tekið í beiðnina og segir gott að íslenskir embættismenn vinni að framgangi fyrirtækja á mismunandi vettvangi. Hann vonast eftir því að fá svar frá konungsembættinu fljótlega en væntanlega muni lögfræðingar hirðarinnar þurfa að kafa vandlega ofan í gömul skjöl til að komast að niðurstöðu um hvort og í hvaða formi slíkur styrkur yrði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×